Erlent

Íbúar Lundúna hræddir

"Það ríkir ákveðið panikástand hér í borginni sem minnir á ástandið sem var þegar ég flutti til Lundúna upp úr 1990 þegar hryðjuverk írsku hryðjuverkasamtakanna IRA voru reglulegir viðburðir," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem býr í Lundúnum. Hún segir að lífið hjá Lundúnabúum gangi samt sem áður sinn vanagang. "Fyrir okkur sem höfum búið hér þetta lengi er þetta samt ekkert nýtt enda voru hryðjuverk ekki fundin upp eftir 11. september. Bretar þekkja þetta ástand vel því að hryðjuverkaárásir IRA stóðu yfir í áratugi og var neðanjarðarlestarstöðvum í Lundúnum lokað nær vikulega vegna hættunnar á hryðjuverkum. Það er samt meiri ókyrrð en venjulega og fólk hefur meiri fyrirvara á öllum hlutum," segir Anna Hildur. Hún segir að fólk sé mun ragara við að ferðast með neðanjarðarlestum en áður og ekki sé lengur óhætt að hoppa upp í strætó en strætisvagnar Lundúnaborgar hafa aldrei fyrr verið skotmark hryðjuverkamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×