Fúskarar að verki í London 1. ágúst 2005 00:01 Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira