Varkárni og taugaveiklun í London 2. ágúst 2005 00:01 Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira