Gjaldþrot

Fréttamynd

Gjald­þrot í ferða­þjónustu færri en óttast var

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda

Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakarí Jóa Fel gjaldþrota

Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Viðskipti innlent