Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 10:56 Höfuðstöðvar Jóa Fel voru í Holtagörðum þar sem mestur bakstur fór fram. Nú hefur Bakarameistarinn opnað bakarí á sama stað. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Starfsmennirnir koma af fjöllum varðandi meintar skuldir. Bréfin eru send frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Bréfið er dagsett þann 30. október og þar kemur fram að við yfirferð á bókhaldi bakarískeðjunnar hafi komið í ljós óuppgerð skuld viðkomandi við fyrirtækið. Skuldin er hjá sumum nokkrir tugir þúsunda og upp í nokkur hundruð þúsund krónur. Fulltrúi skiptastjóra segir að verið sé að leita skýringa á skráðum skuldum í bókhaldi félagsins. Engar nornaveiðar séu í gangi. Kröfubréf sem barst fyrrverandi starfsmanni bakarískeðjunnar Jóa Fel. Klóra sér í kollinum Umræða hefur skapast meðal starfsmanna, meðal annars í Facebook-hópnum Beauty Tips!, og skilur enginn upp né niður. Flestir þessara starfsmanna hættu störfum áður en til gjaldþrotsins kom. Vísir ræddi við einn fyrrverandi starfsmann sem segist í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvað hún eigi að skulda fyrirtækinu. Starfsfólk hafi skrifað á sig þegar það hafi fengið sér að borða og það dregið frá launum hver mánaðamót. Henni sýnist í fljótu bragði sem bréfið hafi ekki borist þeim sem voru enn við störf þegar bakarískeðjan varð gjaldþrota. Það geti mögulega skýrst af því að fjöldi starfsmanna eigi inni laun hjá fyrirtækinu. Varla standi til að rukka þá. Náði ekki fyrirtækinu aftur Sveinbjörn Claessen lögmaður hjá Landslögum, sem sendi bréfin fyrir hönd skiptastjóra, segir einfaldlega verið að reyna að átta sig á þessum skráðu skuldum. Skiptastjóri hafi bókhald félagsins undir höndum og verið sé að leita skýringa á þessum skráðu skuldum. Aðspurður segir hann ekki aðeins um fyrrverandi starfsfólk að ræða heldur fleiri aðila. Bréfin nemi nokkrum tugum en hann hefur ekki nákvæma tölu við höndina. Þá áréttar hann að skiptastjóri sé ekki á neinum nornaveiðum. Farið verði yfir viðbrögð fólks og staðan tekin í framhaldinu. Bakarameistarinn keypti stærstu eignirnar út úr þrotabúi Jóa Fel skömmu eftir gjaldþrot og hefur opnað útibú á nokkkrum stöðum þar sem áður var bakarí Jóa Fel. Jói Fel gerði sjálfur tilraun með hópi fjárfesta að endurheimta fyrirtækið en tókst ekki. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum skiptastjóra. Gjaldþrot Bakarí Tengdar fréttir Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Starfsmennirnir koma af fjöllum varðandi meintar skuldir. Bréfin eru send frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Bréfið er dagsett þann 30. október og þar kemur fram að við yfirferð á bókhaldi bakarískeðjunnar hafi komið í ljós óuppgerð skuld viðkomandi við fyrirtækið. Skuldin er hjá sumum nokkrir tugir þúsunda og upp í nokkur hundruð þúsund krónur. Fulltrúi skiptastjóra segir að verið sé að leita skýringa á skráðum skuldum í bókhaldi félagsins. Engar nornaveiðar séu í gangi. Kröfubréf sem barst fyrrverandi starfsmanni bakarískeðjunnar Jóa Fel. Klóra sér í kollinum Umræða hefur skapast meðal starfsmanna, meðal annars í Facebook-hópnum Beauty Tips!, og skilur enginn upp né niður. Flestir þessara starfsmanna hættu störfum áður en til gjaldþrotsins kom. Vísir ræddi við einn fyrrverandi starfsmann sem segist í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvað hún eigi að skulda fyrirtækinu. Starfsfólk hafi skrifað á sig þegar það hafi fengið sér að borða og það dregið frá launum hver mánaðamót. Henni sýnist í fljótu bragði sem bréfið hafi ekki borist þeim sem voru enn við störf þegar bakarískeðjan varð gjaldþrota. Það geti mögulega skýrst af því að fjöldi starfsmanna eigi inni laun hjá fyrirtækinu. Varla standi til að rukka þá. Náði ekki fyrirtækinu aftur Sveinbjörn Claessen lögmaður hjá Landslögum, sem sendi bréfin fyrir hönd skiptastjóra, segir einfaldlega verið að reyna að átta sig á þessum skráðu skuldum. Skiptastjóri hafi bókhald félagsins undir höndum og verið sé að leita skýringa á þessum skráðu skuldum. Aðspurður segir hann ekki aðeins um fyrrverandi starfsfólk að ræða heldur fleiri aðila. Bréfin nemi nokkrum tugum en hann hefur ekki nákvæma tölu við höndina. Þá áréttar hann að skiptastjóri sé ekki á neinum nornaveiðum. Farið verði yfir viðbrögð fólks og staðan tekin í framhaldinu. Bakarameistarinn keypti stærstu eignirnar út úr þrotabúi Jóa Fel skömmu eftir gjaldþrot og hefur opnað útibú á nokkkrum stöðum þar sem áður var bakarí Jóa Fel. Jói Fel gerði sjálfur tilraun með hópi fjárfesta að endurheimta fyrirtækið en tókst ekki. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum skiptastjóra.
Gjaldþrot Bakarí Tengdar fréttir Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16
Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50