Viðskipti innlent

80 milljóna króna gjaldþrot Guðna bakara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jói Fel tók við rekstri á bakaríum á Selfossi og á Hellu fyrir 18 mánuðum síðan.
Jói Fel tók við rekstri á bakaríum á Selfossi og á Hellu fyrir 18 mánuðum síðan. Samsett mynd

Skiptum í þrotabú Guðna bakara sem starfrækt var um árabil við Austurveg á Selfossi er lokið. Samtals var tæplega 80 milljóna kröfum lýst í búið að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Skiptum í þrotabú Guðna bakara sem starfrækt var um árabil við Austurveg á Selfossi er lokið. Samtals var tæplega 80 milljóna kröfum lýst í búið að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Bakaríið var úrskurðað gjaldþrota í ágúst 2019 og Steinunn Erla Kolbeinsdóttir skipuð skiptastjóri. Bakaríið var að helmingi í eigu Jóhannesar Felixsonar. Hann tók einnig þátt í rekstri Kökuvals á Hellu sem hætt var um svipað leyti.

„Bakaríið gekk ekki vegna of mikils kostnaðar og var ákveðið að skella í lás, þar sem það var ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri,“ sagði Jóhannes í samtali við DV í september 2019

Hann lagði áherslu á að rekstur Guðna bakara væri ekki tengdur rekstri Jóa Fel bakaríanna. Jói Fel bakarískeðjan var svo úrskurðuð gjaldþrota á dögunum. Bakarameistarinn keypti eignir þrotabúsins og opnaði tvö bakarí þar sem áður voru bakarí Jóa Fel.

Veðkröfur í þrotabú Guðna bakara voru upp á rúmlega sextán milljónir og forgangskröfur námu 39 milljónum tæpum. Upp í veðkröfur fengust greiddar 1,3 milljónir króna en aðrar kröfur fengust ekki greiddar.

Í fyrri útgáfu stóð í myndatexta við mynd að bakaríið hefði verið starfrækt frá 1972. Það var hins vegar Guðnabakarí. Guðni bakari var hins vegar opnað um áramótin 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×