Þýskaland Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. Erlent 14.5.2023 07:57 Örfáir þjóðarleiðtogar ekki boðað komu sína Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað. Innlent 9.5.2023 14:53 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. Erlent 28.4.2023 11:13 Elsti nasistinn til að hljóta dóm er látinn Elsti maðurinn til að vera sakfelldur fyrir glæpi í helförinni er látinn, 102 ára að aldri. Josef Schütz var síðastliðinn júní sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað við að myrða þúsundir fanga í Sachsenhausen-búðunum nærri Berlín á árunum 1942 til 1945. Erlent 26.4.2023 22:04 Nakinn leigusali ekki lögmæt forsenda leigulækkunar Að mati dómstóls í Þýskalandi er það ekki lögmæt forsenda til leigulækkunar að leigusalinn eigi það til að fara allsber í sólbað í garðinum. Fyrirtæki sem leigði hæð í húsi mannsins neitaði að borga leigu vegna athæfisins. Erlent 26.4.2023 17:05 Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku. Erlent 23.4.2023 08:42 Yfirbugaði konu sem hótaði lestarfarþegum með handöxi Tuttugu og fimm ára gömul kona var handtekin í lest í Þýskalandi í dag fyrir að hafa hótað farþegum með handöxi. Farþega tókst að yfirbuga konuna. Lestin var á leið til Stuttgart. Erlent 22.4.2023 22:15 Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Stjórnvöld í Kreml hafa það sem yfirlýst markmið sitt að grafa undan stuðningi í Þýskalandi við málstað Úkraínu með því að leiða saman vinstri og hægri jaðrana í þarlendum stjórnmálum. Flokkar hvor á sínum jaðrinum hafa haldið sameiginlega viðburði gegn stríðinu í Þýskalandi að undanförnu. Erlent 22.4.2023 08:17 Skálduðu viðtal við Michael Schumacher með aðstoð gervigreindar Fjölskylda Formúlu 1- goðsagnarinnar Michael Schumacher undirbýr nú lögsökn á hendur forsvarsmönnum þýska tímaritsins Die Aktuelle. Formúla 1 20.4.2023 13:16 Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu. Erlent 16.4.2023 20:00 Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00 Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Erlent 9.4.2023 15:05 Frakkar og Þjóðverjar virðast hafa misst áhugann á Bretlandi í kjölfar Brexit Vísbendingar eru uppi um að Frakkar og Þjóðverjar séu að missa áhugann á að ferðast til Bretlands í kjölfar Brexit. Ástæðurnar eru meðal annars kröfur um framvísun vegabréfs en minna en helmingur íbúa Frakklands og Þýskalands eiga gilt vegabréf. Erlent 8.4.2023 14:59 Hönnuður borðspilsins Catan látinn Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri. Erlent 4.4.2023 16:36 Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. Viðskipti erlent 4.4.2023 11:49 Stressaður Íslendingur gripinn með mikið magn fíkniefna í Þýskalandi 39 ára íslenskur karlmaður var handtekinn í bænum Schüttorf í Þýskalandi þann 25.febrúar síðastliðinn. Reyndist hann vera tæp átta kíló af fljótandi amfetamíni í fórum sínum. Innlent 4.4.2023 08:01 Til Þýskalands í sinni fyrstu opinberu heimsókn erlendis sem konungur Karl III Bretakonungur mun funda með helstu leiðtogum Þýskalands og ávarpa þýska þingið í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem konungur til erlends ríkis sem hefst í dag. Erlent 29.3.2023 08:29 Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. Erlent 27.3.2023 15:36 Samgöngustarfsmenn í allsherjarverkfall vegna verðbólgunnar Þjóðverjar búa sig undir verulegar raskanir á samgöngum í dag þegar starfsmenn almenningssamgangna leggja niður störf í 24 klukkustundir til að krefjast hærri launa vegna hækkandi verðbólgu. Erlent 27.3.2023 08:40 Æ fleiri karlar pissa sitjandi Æ fleiri karlar hafa þvaglát sitjandi og virðist sem þeim hafi fjölgað sérstaklega í Covid-faraldrinum. Í Þýskalandi geta menn orðið fyrir því á almenningssalernum að Angela Merkel skipi pissandi körlum að setjast á klósettið. Erlent 26.3.2023 14:30 ESB lætur undan Þjóðverjum með bann við bensín- og dísilbílum Evrópusambandið og Þýskaland hafa náð samkomulagi um framtíð jarðefnaeldsneytisbíla í Evrópu. Þjóðverjar fá í gegn að undantekningar verði á banni við sölu á nýjum bensín- og dísilknúnum bílum eftir árið 2035. Umhverfissamtök fordæma málamiðlunina. Erlent 26.3.2023 07:39 Löng röð myndaðist fyrir utan nýja sýningu RAX í Hamborg Í gær opnaði Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, sýninguna Where the World is Melting í Hamborg í Þýskalandi. RAX hefur síðustu áratugi skrásett þær dramatísku breytingar sem orðið hafa á norðurslóðum samhliða hlýnun jarðar og vonast hann til þess að verk hans opni augu sýningargesta. Menning 17.3.2023 08:01 Afstaða annarra óbreytt þrátt fyrir ákvörðun Pólverja Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við TV2 í gær að samræður ættu sér stað milli stjórnvalda á Vesturlöndum um þann möguleika að sjá Úkraínumönnum fyrir orrustuþotum. Erlent 17.3.2023 07:58 Játa að hafa orðið tólf ára stúlkunni að bana Tvær stúlkur, tólf og þrettán ára gamlar, játuðu að hafa orðið annarri tólf ára stúlku að bana í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar síðastliðinn laugardag og fannst hún svo látin síðdegis daginn eftir. Erlent 14.3.2023 17:14 Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. Erlent 14.3.2023 13:17 Byssumaðurinn sagði skilið við söfnuðinn í illu Karlmaður á fertugsaldri sem skaut sex manns og ófætt barn til bana í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í gærkvöldi sagði skilið við söfnuðinn í illu fyrir einu og hálfu ári, að sögn þýska yfirvalda. Lögregla ræddi við manninn í janúar þegar henni barst ábending um að hann hefði sýnt reiði í garð trúaðra. Erlent 10.3.2023 14:23 Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. Erlent 10.3.2023 09:07 „Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. Erlent 9.3.2023 21:59 Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. Erlent 7.3.2023 20:01 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 38 ›
Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. Erlent 14.5.2023 07:57
Örfáir þjóðarleiðtogar ekki boðað komu sína Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað. Innlent 9.5.2023 14:53
Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. Erlent 28.4.2023 11:13
Elsti nasistinn til að hljóta dóm er látinn Elsti maðurinn til að vera sakfelldur fyrir glæpi í helförinni er látinn, 102 ára að aldri. Josef Schütz var síðastliðinn júní sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað við að myrða þúsundir fanga í Sachsenhausen-búðunum nærri Berlín á árunum 1942 til 1945. Erlent 26.4.2023 22:04
Nakinn leigusali ekki lögmæt forsenda leigulækkunar Að mati dómstóls í Þýskalandi er það ekki lögmæt forsenda til leigulækkunar að leigusalinn eigi það til að fara allsber í sólbað í garðinum. Fyrirtæki sem leigði hæð í húsi mannsins neitaði að borga leigu vegna athæfisins. Erlent 26.4.2023 17:05
Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku. Erlent 23.4.2023 08:42
Yfirbugaði konu sem hótaði lestarfarþegum með handöxi Tuttugu og fimm ára gömul kona var handtekin í lest í Þýskalandi í dag fyrir að hafa hótað farþegum með handöxi. Farþega tókst að yfirbuga konuna. Lestin var á leið til Stuttgart. Erlent 22.4.2023 22:15
Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Stjórnvöld í Kreml hafa það sem yfirlýst markmið sitt að grafa undan stuðningi í Þýskalandi við málstað Úkraínu með því að leiða saman vinstri og hægri jaðrana í þarlendum stjórnmálum. Flokkar hvor á sínum jaðrinum hafa haldið sameiginlega viðburði gegn stríðinu í Þýskalandi að undanförnu. Erlent 22.4.2023 08:17
Skálduðu viðtal við Michael Schumacher með aðstoð gervigreindar Fjölskylda Formúlu 1- goðsagnarinnar Michael Schumacher undirbýr nú lögsökn á hendur forsvarsmönnum þýska tímaritsins Die Aktuelle. Formúla 1 20.4.2023 13:16
Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu. Erlent 16.4.2023 20:00
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00
Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Erlent 9.4.2023 15:05
Frakkar og Þjóðverjar virðast hafa misst áhugann á Bretlandi í kjölfar Brexit Vísbendingar eru uppi um að Frakkar og Þjóðverjar séu að missa áhugann á að ferðast til Bretlands í kjölfar Brexit. Ástæðurnar eru meðal annars kröfur um framvísun vegabréfs en minna en helmingur íbúa Frakklands og Þýskalands eiga gilt vegabréf. Erlent 8.4.2023 14:59
Hönnuður borðspilsins Catan látinn Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri. Erlent 4.4.2023 16:36
Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. Viðskipti erlent 4.4.2023 11:49
Stressaður Íslendingur gripinn með mikið magn fíkniefna í Þýskalandi 39 ára íslenskur karlmaður var handtekinn í bænum Schüttorf í Þýskalandi þann 25.febrúar síðastliðinn. Reyndist hann vera tæp átta kíló af fljótandi amfetamíni í fórum sínum. Innlent 4.4.2023 08:01
Til Þýskalands í sinni fyrstu opinberu heimsókn erlendis sem konungur Karl III Bretakonungur mun funda með helstu leiðtogum Þýskalands og ávarpa þýska þingið í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem konungur til erlends ríkis sem hefst í dag. Erlent 29.3.2023 08:29
Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. Erlent 27.3.2023 15:36
Samgöngustarfsmenn í allsherjarverkfall vegna verðbólgunnar Þjóðverjar búa sig undir verulegar raskanir á samgöngum í dag þegar starfsmenn almenningssamgangna leggja niður störf í 24 klukkustundir til að krefjast hærri launa vegna hækkandi verðbólgu. Erlent 27.3.2023 08:40
Æ fleiri karlar pissa sitjandi Æ fleiri karlar hafa þvaglát sitjandi og virðist sem þeim hafi fjölgað sérstaklega í Covid-faraldrinum. Í Þýskalandi geta menn orðið fyrir því á almenningssalernum að Angela Merkel skipi pissandi körlum að setjast á klósettið. Erlent 26.3.2023 14:30
ESB lætur undan Þjóðverjum með bann við bensín- og dísilbílum Evrópusambandið og Þýskaland hafa náð samkomulagi um framtíð jarðefnaeldsneytisbíla í Evrópu. Þjóðverjar fá í gegn að undantekningar verði á banni við sölu á nýjum bensín- og dísilknúnum bílum eftir árið 2035. Umhverfissamtök fordæma málamiðlunina. Erlent 26.3.2023 07:39
Löng röð myndaðist fyrir utan nýja sýningu RAX í Hamborg Í gær opnaði Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, sýninguna Where the World is Melting í Hamborg í Þýskalandi. RAX hefur síðustu áratugi skrásett þær dramatísku breytingar sem orðið hafa á norðurslóðum samhliða hlýnun jarðar og vonast hann til þess að verk hans opni augu sýningargesta. Menning 17.3.2023 08:01
Afstaða annarra óbreytt þrátt fyrir ákvörðun Pólverja Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við TV2 í gær að samræður ættu sér stað milli stjórnvalda á Vesturlöndum um þann möguleika að sjá Úkraínumönnum fyrir orrustuþotum. Erlent 17.3.2023 07:58
Játa að hafa orðið tólf ára stúlkunni að bana Tvær stúlkur, tólf og þrettán ára gamlar, játuðu að hafa orðið annarri tólf ára stúlku að bana í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar síðastliðinn laugardag og fannst hún svo látin síðdegis daginn eftir. Erlent 14.3.2023 17:14
Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. Erlent 14.3.2023 13:17
Byssumaðurinn sagði skilið við söfnuðinn í illu Karlmaður á fertugsaldri sem skaut sex manns og ófætt barn til bana í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í gærkvöldi sagði skilið við söfnuðinn í illu fyrir einu og hálfu ári, að sögn þýska yfirvalda. Lögregla ræddi við manninn í janúar þegar henni barst ábending um að hann hefði sýnt reiði í garð trúaðra. Erlent 10.3.2023 14:23
Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. Erlent 10.3.2023 09:07
„Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. Erlent 9.3.2023 21:59
Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. Erlent 7.3.2023 20:01
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti