Dæmdur fyrir að stinga fjórtán ára stúlku til bana Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2023 14:46 Maðurinn réðst á stúlkurnar þar sem þær voru á leið í skólabílinn að morgni 5. desember. Getty Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt 27 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa stungið fjórtán og þrettán ára stúlkur í þýska bænum Illerkirchberg á síðasta ári. Önnur stúlkan lést í árásinni sem skók þýskt samfélag. DW segir frá því að dómstóllinn í Ulm í Baden-Württemberg hafi kveðið upp dóminn í morgun, en maðurinn var ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Maðurinn réðst á stúlkurnar þar sem þær voru á leið í skólabílinn að morgni 5. desember. Maðurinn stakk þær með hníf og tókst þeirri yngri að flýja af vettvangi en sú eldri lést á sjúkrahúsi af völdum sára sinna. Við aðalmeðferð sögðu saksóknarar í málinu að árásarmaðurinn, sem er eríreskur hælisleitandi, hafi borið hníf þar sem hann hafi haft í hyggju að neyða starfsmenn yfirvalda að útvega honum vegabréf. Hann hafi verið mjög reiður þýskum yfirvöldum þar sem hann hefði ekkert vegabréf til að ferðast aftur til Erítreu og eignast konu. Þá sögðu saksóknarar að maðurinn hafi tekið hnífinn úr bakpokanum sínum og sett í vasa sinn þegar hann yfirgaf húsnæði sitt sem honum hafði verið úthlutað af yfirvöldum. Hann hafi svo ráðist á stúlkurnar þar sem hann taldi þær mögulega hafa séð hnífinn. Maðurinn var handtekinn í húsnæði sínu skömmu eftir árásina. Hann var þá með hnífinn í fórum sínum. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Morðinginn bjó á móti árásarstaðnum Maðurinn sem myrti fjórtán ára stúlku og særði aðra þrettán ára í bænum Illerkirchberg í Þýskalandi í gær er hælisleitandi frá Erítreu. Morðið framdi hann beint fyrir utan heimilið sem hann bjó á á meðan verið var að afgreiða hælisumsókn hans. 6. desember 2022 13:50 Fjórtán ára stúlka látin og önnur slösuð eftir stunguárás Fjórtán ára stúlka er látin eftir hnífstunguárás í bænum Illerkirchberg í suðvesturhluta Þýskalands. Önnur stelpa, þrettán ára gömul, liggur þungt haldin inni á spítala. 5. desember 2022 14:39 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
DW segir frá því að dómstóllinn í Ulm í Baden-Württemberg hafi kveðið upp dóminn í morgun, en maðurinn var ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Maðurinn réðst á stúlkurnar þar sem þær voru á leið í skólabílinn að morgni 5. desember. Maðurinn stakk þær með hníf og tókst þeirri yngri að flýja af vettvangi en sú eldri lést á sjúkrahúsi af völdum sára sinna. Við aðalmeðferð sögðu saksóknarar í málinu að árásarmaðurinn, sem er eríreskur hælisleitandi, hafi borið hníf þar sem hann hafi haft í hyggju að neyða starfsmenn yfirvalda að útvega honum vegabréf. Hann hafi verið mjög reiður þýskum yfirvöldum þar sem hann hefði ekkert vegabréf til að ferðast aftur til Erítreu og eignast konu. Þá sögðu saksóknarar að maðurinn hafi tekið hnífinn úr bakpokanum sínum og sett í vasa sinn þegar hann yfirgaf húsnæði sitt sem honum hafði verið úthlutað af yfirvöldum. Hann hafi svo ráðist á stúlkurnar þar sem hann taldi þær mögulega hafa séð hnífinn. Maðurinn var handtekinn í húsnæði sínu skömmu eftir árásina. Hann var þá með hnífinn í fórum sínum.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Morðinginn bjó á móti árásarstaðnum Maðurinn sem myrti fjórtán ára stúlku og særði aðra þrettán ára í bænum Illerkirchberg í Þýskalandi í gær er hælisleitandi frá Erítreu. Morðið framdi hann beint fyrir utan heimilið sem hann bjó á á meðan verið var að afgreiða hælisumsókn hans. 6. desember 2022 13:50 Fjórtán ára stúlka látin og önnur slösuð eftir stunguárás Fjórtán ára stúlka er látin eftir hnífstunguárás í bænum Illerkirchberg í suðvesturhluta Þýskalands. Önnur stelpa, þrettán ára gömul, liggur þungt haldin inni á spítala. 5. desember 2022 14:39 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Morðinginn bjó á móti árásarstaðnum Maðurinn sem myrti fjórtán ára stúlku og særði aðra þrettán ára í bænum Illerkirchberg í Þýskalandi í gær er hælisleitandi frá Erítreu. Morðið framdi hann beint fyrir utan heimilið sem hann bjó á á meðan verið var að afgreiða hælisumsókn hans. 6. desember 2022 13:50
Fjórtán ára stúlka látin og önnur slösuð eftir stunguárás Fjórtán ára stúlka er látin eftir hnífstunguárás í bænum Illerkirchberg í suðvesturhluta Þýskalands. Önnur stelpa, þrettán ára gömul, liggur þungt haldin inni á spítala. 5. desember 2022 14:39