Landbúnaður

Fréttamynd

Með fullt hús fjár

Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru.

Skoðun
Fréttamynd

Líf eða dauði íslensks landbúnaðar

Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk.

Skoðun
Fréttamynd

Boða hertar sótt­varnir vegna skæðrar fugla­flensu

Matvælastofnun mun leggja til við ráðherra að fyrirskipa hertar sóttvarnir hér á landi frá miðjum febrúar vegna skæðrar fuglaflensu, sem heldur áfram að breiðast út víða um heim. Talsverðar líkur eru taldar á því að fuglaflensan berist hingað með farfuglum og MAST segir afleiðingar smits á stórum alifuglabúum geta verið mjög alvarlegar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja meira af grænmeti í skólamötuneyti landsins

Samtök grænkera á Íslandi hafa sent öllum sveitarfélögum landsins, ásamt leik og grunnskólum áskorun um aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin segja grænkerafæði fullnægjandi mat, ekki þurfi neinar dýraafurðir í matinn. Þá sé grænkerafæði hluti af baráttunni við loftlagsvána.

Innlent
Fréttamynd

Norska smalakonan segist vera kölluð trans-Íslendingur

„Mig langaði bara að búa hérna, einhvernveginn. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af landinu. Fólk er oft að gera grín að mér, segir að ég sé trans-Íslendingur. Ég er bara fædd í vitlausu landi,“ segir hin norska Silje Dahlen Alviniussen og hlær, nýkomin úr sex daga fjárleitum að Fjallabaki þriðja árið í röð.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi

Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi hefur meira en nóg að gera en hún járnar að jafnaði átta hesta á dag. Konan, sem er frá Svíþjóð segist vera heilluð af íslenska hestinum.

Innlent
Fréttamynd

Þarf íslenskur landbúnaður innflutningsvernd?

Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein.

Skoðun
Fréttamynd

Meira að gera hjá hrútunum en prestunum

„Það er mjög óvenjulegt að vera prestur yfir jólin og hitta ekki sóknarbörnin sín.“ Þetta segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna í Hrunamannahreppi, sem notar jólin líka til að sinna kindunum sínum, en nú stendur ástarlífið yfir í fjárhúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðir á tímum Co­vid

Margir hagsmunahópar hafa blandað sér í umræðuna um landbúnaðarmál og matvælaverð sem hefur verið ofarlega á baugi á liðnum dögum. Þar hafa sérhagsmunaöfl innflytjenda reynt að kasta rýrð á mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi og innlendan landbúnað og atvinnugreinina sem slíka.

Skoðun
Fréttamynd

Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu

Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB

Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

„Ráð sem duga“

Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um stöðu og hag landbúnaðarins og hlut hans í íslensku efnahagslífi. Þar hafa komið fram sjónarmið sem halda því fram að það stappi nærri lögleysu að beita hefðbundnum stjórntækjum ríkisins til að hafa áhrif á starfsumhverfi atvinnugreinarinnar, svo sem tollum, uppboðum á tollkvótum og undanþágum frá almennum samkeppnislögum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti

Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu.

Lífið
Fréttamynd

Bein útsending: Matvælastefna Íslands kynnt

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra efna til kynningar á Matvælastefnu Íslands til ársins 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Innlent