„Buttergate“ skekur Kanada: Smjörið bráðnar ekki og bændur skipa nefnd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:28 Hver kannast ekki við ergelsið sem skapast þegar hart smjörið vill ekki á brauðið? Ein er sú spurning sem virðist nú brenna á kanadískum matreiðslumönnum, matreiðslubókahöfundum og almennum neytendum: Af hverju mýkist smjörið ekki lengur við stofuhita? Miklar deilur hafa skapast um málið, meðal annars á samfélagsmiðlum, þar sem finna má færslur undir myllumerkinu #buttergate. Umræðurnar ku mega rekja til tísts matreiðslubókahöfundarins Julie Van Rosendaal, sem varpaði fram þeirri spurningu fyrr í mánuðinum hvort aðrir hefðu tekið eftir því að smjörið mýktist ekki, jafnvel þótt það væri geymt við stofuhita. Something is up with our butter supply, and I’m going to get to the bottom of it. Have you noticed it’s no longer soft at room temperature? Watery? Rubbery? pic.twitter.com/AblDzGiRQY— Julie Van Rosendaal (@dinnerwithjulie) February 5, 2021 Mörg hundruð manns könnuðust við að hafa upplifað sömu furðulegheit og áður en langt um leið var komin fram samsæriskenning um orsök hins síharða smjörs. Samkvæmt kanadísku mjólkurbændasamtökunum jókst eftirspurn eftir smjöri um 12 prósent í fyrra, líklega vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mæta aukinni eftirspurn gripu margir bændur til ýmissa ráða til að auka framleiðsluna. Í marga áratugi hafa kúm verið gefin bætiefni úr pálmaolíu til að stuðla að aukinni mjólkuframleiðslu og hærri fituprósentu. Sumir sérfræðingar segja bætiefnin auka hlutfall mettaðrar fitu í mjólkinni en fyrrnefnd samsæriskenning gengur út á að þar sem þetta hlutfall hafi hækkað þurfi meiri hita til að bræða smjörið og því smyrjist það ekki jafn vel og áður. Sylvain Charlebois, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu landbúnaðarframleiðslu við Dalhousie University, segir smjörið sannarlega hafa harðnað síðustu misseri. Notkun pálmaolíu við mjólkurframleiðslu sé lögleg en siðlaus þar sem olían getur aukið líkurnar á hjartasjúkdómum og framleiðsla hennar sé afar slæm fyrir umhverfið. Indeed. Most Canadians may not understand supply management, but they certainty understand two things:1) Butter should not be destroying toast...2) Palm oil is bad... https://t.co/2Xs1xwJSNn— The Food Professor (@FoodProfessor) February 23, 2021 Kanadískir mjólkurbændur neita ásökununum og benda á að notkun pálmaolíunnar þekkst víðar, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir hafa engu að síður ákveðið að setja á laggirnar nefnd sem á að komast til botns í smjörmálinu mikla. BBC greindi frá. Landbúnaður Kanada Samfélagsmiðlar Neytendur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Miklar deilur hafa skapast um málið, meðal annars á samfélagsmiðlum, þar sem finna má færslur undir myllumerkinu #buttergate. Umræðurnar ku mega rekja til tísts matreiðslubókahöfundarins Julie Van Rosendaal, sem varpaði fram þeirri spurningu fyrr í mánuðinum hvort aðrir hefðu tekið eftir því að smjörið mýktist ekki, jafnvel þótt það væri geymt við stofuhita. Something is up with our butter supply, and I’m going to get to the bottom of it. Have you noticed it’s no longer soft at room temperature? Watery? Rubbery? pic.twitter.com/AblDzGiRQY— Julie Van Rosendaal (@dinnerwithjulie) February 5, 2021 Mörg hundruð manns könnuðust við að hafa upplifað sömu furðulegheit og áður en langt um leið var komin fram samsæriskenning um orsök hins síharða smjörs. Samkvæmt kanadísku mjólkurbændasamtökunum jókst eftirspurn eftir smjöri um 12 prósent í fyrra, líklega vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mæta aukinni eftirspurn gripu margir bændur til ýmissa ráða til að auka framleiðsluna. Í marga áratugi hafa kúm verið gefin bætiefni úr pálmaolíu til að stuðla að aukinni mjólkuframleiðslu og hærri fituprósentu. Sumir sérfræðingar segja bætiefnin auka hlutfall mettaðrar fitu í mjólkinni en fyrrnefnd samsæriskenning gengur út á að þar sem þetta hlutfall hafi hækkað þurfi meiri hita til að bræða smjörið og því smyrjist það ekki jafn vel og áður. Sylvain Charlebois, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu landbúnaðarframleiðslu við Dalhousie University, segir smjörið sannarlega hafa harðnað síðustu misseri. Notkun pálmaolíu við mjólkurframleiðslu sé lögleg en siðlaus þar sem olían getur aukið líkurnar á hjartasjúkdómum og framleiðsla hennar sé afar slæm fyrir umhverfið. Indeed. Most Canadians may not understand supply management, but they certainty understand two things:1) Butter should not be destroying toast...2) Palm oil is bad... https://t.co/2Xs1xwJSNn— The Food Professor (@FoodProfessor) February 23, 2021 Kanadískir mjólkurbændur neita ásökununum og benda á að notkun pálmaolíunnar þekkst víðar, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir hafa engu að síður ákveðið að setja á laggirnar nefnd sem á að komast til botns í smjörmálinu mikla. BBC greindi frá.
Landbúnaður Kanada Samfélagsmiðlar Neytendur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira