Aukum verðmæti ullarinnar, ull er auðlind! Hulda Birna Baldursdóttir skrifar 4. mars 2021 16:00 Síðustu vikur hef ég átt samtal við sextán ára son minn, þar sem hann spurði mig um ull og um væntanlegt Ullarþon sem mamma hans er að aðstoða með. Ég varð að viðurkenna það að ég vissi ekkert svakalega mikið um ullina, en ég vissi um hvernig hann myndi skrá sig, hvenær skil voru og hvenær úrslit yrðu kynt. Forvitni unglingsins hvatti mig til þess að fræðast meira um ullina. Síðustu vikur, hef ég lært alveg helling. Jú ég vissi það að, ullin hefur verið til staðar svo elstu menn muna. Þegar tækifæri gafst, fór ég að segja honum frá ullinni, áttaði ég mig á hversu vanmetin auðlind ullin er. Ég minnist hannyrðatíma grunnskólagöngu minnar á Akranesi meira sem nokkrum ferðum á slysó, eftir eitthvað klúður hjá mér í tímum frú Borghildar. Ég náði þó í grunnskóla að prjóna eina lopapeysu sem endaði ekki betur en svo að í fyrsta þvotti varð svarta stóra lopapeysan að hörðum frístandandi skúlptúr eftir suðuþvott. Íslenska auðlindin sem býður upp á frábæra möguleika. Eiginleiki ullar Samkvæmt alnetinu eru eðliseiginleikar ullarinnar, gera hana togþolna og þjála. Þurr hiti feyskir ull. Hún harðnar við 100°C og við 130°C gulnar hún og molnar, kosturinn við hana er að hún brennur ekki. Áhrif raka og hita á ull eru sérstök. Raki og hiti gera ull þjála, sé þrýstingi beitt má móta hana. Hún geymist lengi óskemmd ef hitastig er eðlilegt og rakastig minna en 65%. Jóhanna Erla á Textílmiðstöðinni, sem er manna fróðust um ullina, sagði mér að ullin getur dregið upp allt að 45% þyngdar sinnar af raka án þess að maður finni að hún sé blaut. Aftur á móti getur maður merkt að hún sé köld. Vegna þessa mikla raka opnast ullarhárið sem verður til þess að ullin missir styrkleika sinn. Sem sagt ullin veikist í vatni og því má aldrei vinda ullarflíkur bara kreista. Magnað! Verði ull fyrir núningi þegar hún er blaut þófnar hún, því heitari sem hún er þeim mun meira þófnar hún. Ullin hleypur ekki en getur þæfst í vélþvotti og við hátt ph gildi. Hún er einnig frekar viðkvæm fyrir sól og brotnar fljótt niður í sólarljósi. Ullin þolir ekki þurrkara. Ull er gull? Þegar grannt er skoðað og tölur um þessa verðmætu auðlind okkar er staðreyndin sú að ullin er mikið flutt út en ekki nýtt. Við verðum að vikja þann góða sköpunarkraft, búa til eitthvað nýtt, nýta ullina í fleiri nýskapandi lausnir þvert á alla geira. Svo spurningin er getum við aukið verðmæti ullarinnar? Ég var svo heppin að fá þetta verkefni upp í hendurnar að efla nýsköpun ullarinnar, þá helst verðminnstu flokkana. Jú búa til nýsköpunarkeppni, Ullarþon! Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Eins og hér að ofan er þetta keppni í nýsköpun eða hugmyndum í fjórum flokkum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum; 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð, 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu „Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar. Ég hlakka til að sjá verðmæti ullarinnar rjúka upp! Því jú ull er gull! Höfundur er verkefnastjóri Ullarþons 2021 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Nýsköpun Prjónaskapur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hef ég átt samtal við sextán ára son minn, þar sem hann spurði mig um ull og um væntanlegt Ullarþon sem mamma hans er að aðstoða með. Ég varð að viðurkenna það að ég vissi ekkert svakalega mikið um ullina, en ég vissi um hvernig hann myndi skrá sig, hvenær skil voru og hvenær úrslit yrðu kynt. Forvitni unglingsins hvatti mig til þess að fræðast meira um ullina. Síðustu vikur, hef ég lært alveg helling. Jú ég vissi það að, ullin hefur verið til staðar svo elstu menn muna. Þegar tækifæri gafst, fór ég að segja honum frá ullinni, áttaði ég mig á hversu vanmetin auðlind ullin er. Ég minnist hannyrðatíma grunnskólagöngu minnar á Akranesi meira sem nokkrum ferðum á slysó, eftir eitthvað klúður hjá mér í tímum frú Borghildar. Ég náði þó í grunnskóla að prjóna eina lopapeysu sem endaði ekki betur en svo að í fyrsta þvotti varð svarta stóra lopapeysan að hörðum frístandandi skúlptúr eftir suðuþvott. Íslenska auðlindin sem býður upp á frábæra möguleika. Eiginleiki ullar Samkvæmt alnetinu eru eðliseiginleikar ullarinnar, gera hana togþolna og þjála. Þurr hiti feyskir ull. Hún harðnar við 100°C og við 130°C gulnar hún og molnar, kosturinn við hana er að hún brennur ekki. Áhrif raka og hita á ull eru sérstök. Raki og hiti gera ull þjála, sé þrýstingi beitt má móta hana. Hún geymist lengi óskemmd ef hitastig er eðlilegt og rakastig minna en 65%. Jóhanna Erla á Textílmiðstöðinni, sem er manna fróðust um ullina, sagði mér að ullin getur dregið upp allt að 45% þyngdar sinnar af raka án þess að maður finni að hún sé blaut. Aftur á móti getur maður merkt að hún sé köld. Vegna þessa mikla raka opnast ullarhárið sem verður til þess að ullin missir styrkleika sinn. Sem sagt ullin veikist í vatni og því má aldrei vinda ullarflíkur bara kreista. Magnað! Verði ull fyrir núningi þegar hún er blaut þófnar hún, því heitari sem hún er þeim mun meira þófnar hún. Ullin hleypur ekki en getur þæfst í vélþvotti og við hátt ph gildi. Hún er einnig frekar viðkvæm fyrir sól og brotnar fljótt niður í sólarljósi. Ullin þolir ekki þurrkara. Ull er gull? Þegar grannt er skoðað og tölur um þessa verðmætu auðlind okkar er staðreyndin sú að ullin er mikið flutt út en ekki nýtt. Við verðum að vikja þann góða sköpunarkraft, búa til eitthvað nýtt, nýta ullina í fleiri nýskapandi lausnir þvert á alla geira. Svo spurningin er getum við aukið verðmæti ullarinnar? Ég var svo heppin að fá þetta verkefni upp í hendurnar að efla nýsköpun ullarinnar, þá helst verðminnstu flokkana. Jú búa til nýsköpunarkeppni, Ullarþon! Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Eins og hér að ofan er þetta keppni í nýsköpun eða hugmyndum í fjórum flokkum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum; 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð, 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu „Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar. Ég hlakka til að sjá verðmæti ullarinnar rjúka upp! Því jú ull er gull! Höfundur er verkefnastjóri Ullarþons 2021
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar