Landbúnaður

Fréttamynd

Land­læg veiru­skita af völdum kórónu­veiru

Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum hefur staðfest að landlæg veiruskitu í kúm hér á landi sé af völdum „Bovcov“ eða nautgripakórónuveiru. Í vor gekk veiruskita á kúabúum víða um land og lá grunur að um nautgripakórónuveiru væri að ræða. Með raðgreiningu úr sýni frá kúabúi á Norðurlandi hefur það nú verið staðfest.

Innlent
Fréttamynd

Risa kýr í smíðum í Eyjafirði

Risa kýr er nú í smíðum á Kristnesi í Eyjafirði en það er hún Edda, sem er þrír metrar á hæð og fimm metra löng, smíðuð úr tveimur tonnum af járni. Edda verður til sýnis í Eyjafirði þegar smíði hennar verður lokið.

Innlent
Fréttamynd

Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði

Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að stórauka útflutning á íslensku grænmeti

Forsvarsmenn Pure Arctic segja mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti ef tryggt verði að grænmetisræktendur fái raforkuna á sama verði og stóriðjan. Nú þegar er töluvert flutt út af gúrkum og öðru grænmeti til Danmerkur, Grænlands og Færeyja.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn

Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu tömdu hreindýrin á Íslandi til sýnis

Fyrsti hreindýradýragarður landsins hefur verið opnaður en hann er á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Í garðinum eru þeir Garpur og Mosi, rúmlega eins árs gamlir en þeim var bjargað agnarsmáum móðurlausum uppi á heiði. Garpur var þá þriggja daga gamall og Mosi átta daga.

Innlent
Fréttamynd

Matarkarfan og landbúnaðurinn

Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Mat­væla­verð hækkar hratt

Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda.

Skoðun
Fréttamynd

Brýnt að standa gegn kröfum hags­muna­aðila

Á aðalfundi Íslensk-evrópska verslunarráðsins (ÍEV), var skrifað undir ályktun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að draga úr fríverslun með búvörur. Þá hvetur ráðið stjórnvöld til að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi við Evrópusambandið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

14 ára og elskar gamlar dráttarvélar

Gamlar og uppgerðar dráttarvélar eru í miklu uppáhaldi hjá 14 ára strák á Reykhólum en hann hefur keyrt dráttarvélar frá því að hann var sex ára gamall. Á bænum er líka Læðan úr Dagvaktinni til sýnis, ásamt öllum dráttarvélunum.

Innlent
Fréttamynd

Staða bænda grafalvarleg

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu bænda í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu vera grafalvarlega. Hún ræddi mögulegar aðgerðir á eldhúsdegi Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Ísland reki lestina í Evrópu

Fulltrúar stærstu fyrirtækja í íslenskum landbúnaði komu saman í mars á þessu ári og stofnuðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). Samtökin segja að rétta þurfi þann mikla aðstöðuhalla sem íslenskur landbúnaður búi við í samanburði við önnur evrópsk ríki.

Innlent
Fréttamynd

Ekki spretta grös við ein­samlan þurrk

Sú staða sem uppi er í heiminum í dag minnir okkur rækilega á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Innlend framleiðsla mun seint geta uppfyllt alla þá fjölbreytni sem eftirspurnin krefst.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð

Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lags­vænni mjólkur­fram­leiðsla

Í dag er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla.

Skoðun
Fréttamynd

Fæðuöryggisstefna og landbúnaðarstefna

Nýlega voru lagðar fyrir ríkisstjórn Íslands tillögur að mótun fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Í gær, 30. maí, birtist grein á Vísi eftir framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda þar sem hann gerir þær tillögur að umtalsefni sínu. Nokkur atriði sem þar koma fram ber þó að skýra nánar og jafnvel leiðrétta.

Skoðun
Fréttamynd

Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi

Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul.

Innlent