Fallega hyrndir forystusauðir í Flóanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. september 2022 20:05 Höfði er tvævetur og skynug skepna eins og hálfbróðir hans. Hornin á honum eru ótrúlega falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystusauðirnir Höfði og Greifi vekja alltaf mikla athygli þar sem þeir koma, ekki síst hornin þeirra, sem eru stór og stæðileg. Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira