Dýr

Fréttamynd

Forystukindin Mæja og mandarínurnar hennar

Forystukindin Mæja á Eyrarbakka er engin venjuleg kind því það sem henni þykir best að borða eru mandarínur, helst með berkinum og svo er hún líka hrifin af allskonar grænmeti.

Lífið
Fréttamynd

Norður­land vill ísbirnina heim

Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis.

Innlent
Fréttamynd

Kötturinn Prins var týndur í tólf ár

Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­lega fáir fálkar í ár

Varpstofn fálka vorið 2023 er sá minnsti sem mælst hefur frá upphafi rannsókna samkvæmt talningum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samfelld fækkun fálka síðustu fjögur ár er sögð koma á óvart. Talið er að fuglaflensa eigi í hlut. 

Innlent
Fréttamynd

Þakk­látur fyrir fag­mennsku og góð­vild

Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa.

Lífið
Fréttamynd

Vilja bjarga síðustu kanínunum í Elliða­ár­dal

Fólk vitjar enn kanína í Elliðaárdal, tæpum tveimur árum eftir að þeim var nánast öllum bjargað af dýravelferðarfélögum og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Sjálfboðaliði Dýrahjálpar segir að enn séu eftir ellefu kanínur í dalnum en að um níutíu hafi verið bjargað. 47 þeirra vantar enn heimili.

Innlent
Fréttamynd

Vara við fjölda hrein­dýra á vegum

Lögreglan á Austurlandi varar við fjölda hreindýra sem sést hafa á vegum víðsvegar um landshlutann. Ökumenn eru hvattir til að vera á varðbergi og aka á löglegum hraða.

Innlent
Fréttamynd

Kanadísk „ofursvín“ ógna Banda­ríkjunum

Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar.

Erlent
Fréttamynd

Smá­­hundum ætlað að bæta and­­lega líðan meinað að vera í heima­ein­angrun

Innflytjendur tveggja smáhunda sem ætlað var að bæta andlega líðan annars þeirra fá ekki undanþágu til að láta þá vera í heimaeinangrun eftir komuna til landsins. Hundarnir þurfi að dvelja í einangrunarstöðinni Móseli við komuna til landsins líkt og aðrir innfluttir hundar, enda flokkist þeir sem „stuðningshundar“ en ekki sem „hjálparhundar“ sem geta fengið slíka undanþágu.

Innlent
Fréttamynd

Fall­ein­kunn mat­væla­ráð­herra og MAST

Skýrsla Ríkisendurskoðunar, stjórnsýsluúttekt, skýrsla til Alþingis, eftirlit með velferð búfjár hefur litið dagsins ljós. Nokkuð umfangsminni en ég hafði gert mér vonir um enda kynnt sem umfangsmeiri fyrir um ári síðan. Um mjög mikilvægan málaflokk er að ræða, sem lýtur að velferð allra dýra, sem falla undir lög um velferð dýra.

Skoðun
Fréttamynd

Glæsi­leg sýning á skrautdúfum

Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur.

Innlent
Fréttamynd

Vilja gelda af­kom­endur flóðhesta Escobars

Yfirvöld í Kólumbíu eru byrjuð að gelda flóðhesta, sem eru afkomendur dýra sem fíkniefnabarónninn Pablo Escobar flutti til landsins á árum áður. Vonast er til þess að hægt verði að gelda um fjörutíu flóðhesta á ári.

Erlent
Fréttamynd

Enginn hundur skilinn eftir

Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl.

Skoðun
Fréttamynd

Skálað fyrir stóð­hestinum Stála sem á tæp­lega 900 af­kvæmi

Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra.

Innlent
Fréttamynd

Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út

Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum.

Innlent