Stökkbreyttir úlfar gætu hjálpað í baráttu gegn krabbameini Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 14:24 Úlfarnir í Tsjernobyl eru býsna óvenjulegir að því leyti að þeir hafa þróað með sér genastökkbreytingu sem veldur því að þeir eru þolnari gagnvart krabbameini. Getty Stökkbreyttir úlfar sem ráfa um götur Tsjernobyl virðast hafa þróað með sér gríðarlegt þol gegn krabbameini. Vísindamenn vona að rannsóknir á genum úlfanna geti hjálpað til við baráttu gegn krabbameini í mönnum. Eftir að kjarnaofn sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu við borgina Pripyat í Sovétríkjunum þann 26. apríl árið 1986 þurftu 116 þúsund íbúar að yfirgefa borgina vegna hættunnar sem stafaði af geislavirkni frá verinu. Um 36 klukkutímum eftir slysið var búið til bannsvæði í 30 kílómetra radíus frá Tsjernobyl sem fólk mátti ekki fara inn í vegna krabbameinsvaldandi geislunarinnar. Íbúar hafa ekki enn snúið aftur á bannsvæðið, sem er um 2.600 fermetrar að stærð, vegna mikillar geislunar sem þar er, þó vísindamenn hafi rannsakað svæðið og ferðamenn fengið að ferðast um það frá 2011. Hins vegar hafa villt dýr á borð við úlfa, birni, hesta og villisvín lifað þar góðu lífi. Nú virðist sem vera dýranna innan svæðisins hafi haft óvenjuleg og ófyrirséð áhrif á þau. Úlfarnir orðið fyrir mikilli geislun Hópur vísindamanna undir forystu Dr. Cöru Love, þróunarlíffræðings við Shane Campbell Staton-rannsóknarstofuna við Princeton-háskóla, hefur rannsakað hvernig úlfar sem búa í Tsjernobyl hafa lifað af þrátt fyrir að vera berskjaldaðir fyrir geislavirkum ögnum margar kynslóðir aftur í tímann. Pripyat er bær sem byggður var fyrir starfsmenn Tsjernobyl. Fimmtíu þúsund íbúar þurftu að flýja bæinn án eigna sinna eftir kjarnorkuslysið.Vísir/EPA Rannsóknarteymi Love fór inn á Tsjernobyl-bannsvæðið árið 2014 til að setja sérstakar útvarpsólar á úlfana svo hægt væri að fylgjast með hreyfingum þeirra. Að sögn Love getur teymið fylgst með því í rauntíma hvar úlfarnir eru og hvað þeir verða fyrir mikilli geislun. Einnig voru tekin blóðsýni af úlfunum til að komast að því hvernig líkamar úlfanna hafa brugðist við krabbameinsvaldandi geislavirkninni. Rannsóknir vísindamannanna leiddu í ljós að úlfarnir hafa daglega orðið fyrir allt að 11,28 millírema geislun allt sitt líf. Slík geislun er sex sinnum meiri en mannfólk þolir svo hættulaust sé. Love kynnti niðurstöður rannsóknanna á árlegri ráðstefnu líffræðinga í síðasta mánuði. Minna á krabbameinssjúklinga í geislameðferð Love segir að úlfarnir séu komnir með stökkbreytt ónæmiskerfi sem minni á ónæmiskerfi krabbameinsveiks fólk sem er í geislameðferð. Einnig hafi vísindamennirnir borið kennsl á ákveðna hluta í erfðamengi úlfanna sem geri þá sérstaklega þolna gagnvart krabbameini. Mikið af krabbameinsrannsóknum hafa gengið út á að staðsetja stökkbreytingar í mönnum sem auka líkur á krabbameini. Rannsókn Love og félaga hefur aftur á móti beinst að stökkbreytingum sem auka líkur á því að lifa af krabbamein. Í niðurstöðum Love segir að erfðafræðileg svæði sem hópurinn hefur rannsakað sýni gen sem búi yfir ónæmum gegn æxlum, frumuinnrásum og frumuflutningum. Vísindamennirnir hafi náð að staðsetja tiltekin afbrigði sem sýni hugsanlega próteinbreytingar í ónæmisstjórnun og lífeðlisfræði krabbameins. Úkraína Tsjernobyl Krabbamein Dýr Tengdar fréttir 35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Eftir að kjarnaofn sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu við borgina Pripyat í Sovétríkjunum þann 26. apríl árið 1986 þurftu 116 þúsund íbúar að yfirgefa borgina vegna hættunnar sem stafaði af geislavirkni frá verinu. Um 36 klukkutímum eftir slysið var búið til bannsvæði í 30 kílómetra radíus frá Tsjernobyl sem fólk mátti ekki fara inn í vegna krabbameinsvaldandi geislunarinnar. Íbúar hafa ekki enn snúið aftur á bannsvæðið, sem er um 2.600 fermetrar að stærð, vegna mikillar geislunar sem þar er, þó vísindamenn hafi rannsakað svæðið og ferðamenn fengið að ferðast um það frá 2011. Hins vegar hafa villt dýr á borð við úlfa, birni, hesta og villisvín lifað þar góðu lífi. Nú virðist sem vera dýranna innan svæðisins hafi haft óvenjuleg og ófyrirséð áhrif á þau. Úlfarnir orðið fyrir mikilli geislun Hópur vísindamanna undir forystu Dr. Cöru Love, þróunarlíffræðings við Shane Campbell Staton-rannsóknarstofuna við Princeton-háskóla, hefur rannsakað hvernig úlfar sem búa í Tsjernobyl hafa lifað af þrátt fyrir að vera berskjaldaðir fyrir geislavirkum ögnum margar kynslóðir aftur í tímann. Pripyat er bær sem byggður var fyrir starfsmenn Tsjernobyl. Fimmtíu þúsund íbúar þurftu að flýja bæinn án eigna sinna eftir kjarnorkuslysið.Vísir/EPA Rannsóknarteymi Love fór inn á Tsjernobyl-bannsvæðið árið 2014 til að setja sérstakar útvarpsólar á úlfana svo hægt væri að fylgjast með hreyfingum þeirra. Að sögn Love getur teymið fylgst með því í rauntíma hvar úlfarnir eru og hvað þeir verða fyrir mikilli geislun. Einnig voru tekin blóðsýni af úlfunum til að komast að því hvernig líkamar úlfanna hafa brugðist við krabbameinsvaldandi geislavirkninni. Rannsóknir vísindamannanna leiddu í ljós að úlfarnir hafa daglega orðið fyrir allt að 11,28 millírema geislun allt sitt líf. Slík geislun er sex sinnum meiri en mannfólk þolir svo hættulaust sé. Love kynnti niðurstöður rannsóknanna á árlegri ráðstefnu líffræðinga í síðasta mánuði. Minna á krabbameinssjúklinga í geislameðferð Love segir að úlfarnir séu komnir með stökkbreytt ónæmiskerfi sem minni á ónæmiskerfi krabbameinsveiks fólk sem er í geislameðferð. Einnig hafi vísindamennirnir borið kennsl á ákveðna hluta í erfðamengi úlfanna sem geri þá sérstaklega þolna gagnvart krabbameini. Mikið af krabbameinsrannsóknum hafa gengið út á að staðsetja stökkbreytingar í mönnum sem auka líkur á krabbameini. Rannsókn Love og félaga hefur aftur á móti beinst að stökkbreytingum sem auka líkur á því að lifa af krabbamein. Í niðurstöðum Love segir að erfðafræðileg svæði sem hópurinn hefur rannsakað sýni gen sem búi yfir ónæmum gegn æxlum, frumuinnrásum og frumuflutningum. Vísindamennirnir hafi náð að staðsetja tiltekin afbrigði sem sýni hugsanlega próteinbreytingar í ónæmisstjórnun og lífeðlisfræði krabbameins.
Úkraína Tsjernobyl Krabbamein Dýr Tengdar fréttir 35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00