Lífið

María Birta og Elli tóku upp nýtt eftir­nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fjölskylda ber nú eftirnafnið Fox eftir að hjónin fengu ríkisborgararétt í Bandaríkjunum fyrir áramót.
Fjölskylda ber nú eftirnafnið Fox eftir að hjónin fengu ríkisborgararétt í Bandaríkjunum fyrir áramót. María Birta

Listahjónin María Birta og Elli Egilsson ákvaðu að taka upp nýtt eftirnafn eftir að þau fengu bandarískan ríkisborgararétt og bera nú nafnið Fox. Ástæðan var til að tengja fjölskylduna saman, en hjónin og dóttir þeirra Ingacia báru öll sitt hvort eftirnafnið.

„Við ákváðum að taka upp nýtt eftirnafn þegar við urðum ríkisborgarar. Eitthvað sem myndi tengja alla fjölskylduna saman eins og vaninn er hérna í Bandaríkjunum,“ segir María Birta. 

María og fjölskylda eru búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum og segir það hafi verið flókið fyrir þau að bera mismunandi eftirnöfn. Auk þess sem enginn gat borið nöfnin rétt fram:

„Við erum því öll með eftirnafnið Fox núna.“ 

Spurð hvaðan nafnið komi segir María það hafi fylgt henni og Ella frá því þau kynntust fyrir um ellefu árum.

„Við vorum að keyra til Bolungarvíkur saman og það var allt alveg kolsvart úti, en svo allt í einu situr þessi fallegi hvíti arctic fox (e. heimskautarefur) á miðri götu. Móment sem við munum aldrei gleyma. Fox er bara stutt og laggott og allir geta sagt það, og svo eru refir eitt uppáhalds dýrið hennar Ignaciu,“ segir María Birta. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×