Salan á Arion banka

Fréttamynd

Frjálsi kominn í hóp stærstu hluthafa Arion

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í hlutafjárútboði bankans síðasta sumar, hefur bætt við sig í bankanum og fer nú með 1,18 prósenta hlut í honum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör

Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selt tæplega helming bréfa sinna í Arion

Stoðir hafa minnkað við sig í Arion banka eftir að bankinn var skráður á markað í júní. Félagið á nú 0,37 prósenta hlut í bankanum. Snæból, í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hefur nær fjórfaldað hlut sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala á bönkunum mun taka tíu ár

Bankastjóri Arion banka hefði viljað að stærri skerf hefði verið úthlutað til íslenskra fjárfesta í útboði bankans. Skaðaði viðskiptasamband bankans. Á von á því að meirihluti í Valitor verði brátt settur í opið söluferli. Sala á bönkunum er vegferð sem mun taka tíu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíusjóðurinn keypti fyrir um 500 milljónir

Norski olíusjóðurinn á um 0,3 prósenta hlut í Arion. Nærri 20 nýir erlendir sjóðir bættust við hluthafahópinn í nýafstöðnu útboði. Flestir keyptu á bilinu 0,5 til 1 prósents hlut, meðal annars sænska eignastýringarfyrirtækið Lannebo Fonder.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selja vart meira en um fjórðung í Arion

Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrautaganga

Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion

Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi

Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig.

Viðskipti innlent
  • «
  • 1
  • 2