Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2018 06:00 Sigmundur Davíð og félagar hans í efnahags- og viðskiptanefnd á fundi nefndarinnar í gær. VÍSIR/ERNIR „Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02