EM 2018 í handbolta

Fréttamynd

Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra

"Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins.

Handbolti
Fréttamynd

Tékkar skelltu Dönum

Tékkland gerði sér lítið fyrir og skellti Danmörku í D-riðli, en Tékkar stóðu uppi sem sigurvegarar, 28-27, eftir að Danir höfðu leitt í hálfleik, 16-15.

Handbolti
Fréttamynd

Ásgeir Örn: Serbarnir eru óútreiknanlegir

Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins búinn að ganga í gegnum margt með liðinu. Hann var lítið að stresssa sig á tapinu gegn Króatíu í dag og er farinn að horfa fram á veginn.

Handbolti
Fréttamynd

Lentu á króatískum varnarvegg

Ísland náði ekki að fylgja frábærum fyrri hálfleik gegn Króatíu eftir í leik liðanna í Split í gær. Sjö marka tap var niðurstaðan og Íslendinga bíður úrslitaleikur gegn Serbum á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar reyktir í síðari hálfleik

Eftir ákaflega lofandi frammistöðu í fyrri hálfleik þá féll strákunum okkar allur ketill í eld í síðari hálfleik og sterkir Króatar reykspóluðu í burtu og skildu þá eftir í reyknum. Þó ekki sígarettureyknum þó svo þeir hafi hreinlega reykt okkar menn í seinni hálfleik og unnið 29-22.

Handbolti
Fréttamynd

Norðmenn settu B-riðilinn upp í loft

Norðmenn unnu fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi, 33-28, í B-riðli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Norðmanna sem töpuðu fyrir Frökkum með minnsta mun í fyrstu umferðinni.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Voru ekki betri en við fannst mér

Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti.

Handbolti
Fréttamynd

Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur

Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 



Handbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Frökkum gegn Austurríki

Það var á brattann að sækja fyrir Patrek Jóhanneson og lærisveina hans í Austurríki þegar þeir mættu Frakklandi á EM í Króatíu í kvöld, en leiknum lauk með sjö marka sigri Frakka, 33-26.

Handbolti