Handbolti

Cervar: Okkar lið var einfaldlega betra

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Cervar á hliðarlínunni í kvöld.
Cervar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/epa
Hinn reynslumikli þjálfari Króata, Lino Cervar, hrósaði íslenska landsliðinu eftir leik þjóðanna í kvöld.

„Við áttum skilið að vinna þennan leik en íslenska liðið stóð sig mjög vel í fyrri hálfleik. Þá var liðið með margar lausnir á okkar leik,“ sagði Cervar en hann var yfir sig hrifinn af síðari hálfleik sinna.

„Síðari hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Þá var allt betra við okkar leik. Vörn, markvarsla sem og sóknarleikurinn.“

Cervar var landsliðsþjálfari Makedóníu á síðasta HM og spilaði meirihlutann af mótinu með sjö leikmenn í sókninni. Hann dró það herbragð upp úr vasanum í síðari hálfleik og það skilaði sínu.

„Mér fannst við spila mjög vel sjö á móti sex. Það gekk upp og í heildina var okkar lið einfaldlega betra en íslenska liðið.“


Tengdar fréttir

Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur

Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 



Aron: Voru ekki betri en við fannst mér

Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti.

Ágúst Elí: Hrikalega gaman að vera með alla á móti sér

"Það var gaman að koma inn á völlinn fyrir framan troðfulla höll. Við vorum að reyna að sækja mörk og stóðum lengi í vörninni en þetta gekk ekki hjá okkur í dag,“ sagði markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Króatíu í Split í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×