Aron: Voru ekki betri en við fannst mér Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2018 21:38 Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti. „Fyrstu tíu mínúturnar voru svekkjandi. Við spilum mjög vel, en náum ekki að klára sóknirnar. Okkur er refsað fyrir það,” sagði Aron aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis í síðari hálfleik. „Við náðum að opna þá og koma okkur í færi, en náum ekki að klára með marki. Við vorum að fá góða sénsa og það er rosalega svekkjandi.” Fyrri hálfleikurinn var ansi góður, en Aron segir ekki að íslenska liðinu hafi liðið eitthvað alltof vel í hálfleik.Umfjöllun:Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik „Tilfinningin var auðvitað góð í hálfleik, en samt sem áður bara á pari við það sem við ætluðum að gera. Tapa með einu í hálfleik, jafn leikur og þetta var í fínu standi, þess vegna er þetta rosalega svekkjandi.” „Við spiluðum áfram vel, en vorum ekki að ná að klára færin. Það er ástæða fyrir því að þeir ná þessu góða forskoti og halda því bara út allan leikinn. Þeir eru bestir í því.” Dómararnir voru oft á tíðum nokkuð skrautlegir, en Aron segir að það hafi verið vitað enda ellefu þúsund Króatar í höllinni og þeir á heimavelli. „Auðvitað fá þeir 50-50 boltana til sín og það vissum við fyrir leikinn. Ég gæti farið út í þá sálma og það var vitað. Maður pirraði sig einu sinni eða tvisvar, en ég er ekki að fara kenna því um.” Hvað pirrar Aron mest í leikslok? „Það eru þessar tíu mínútur í síðari hálfleik þar sem við spilum vel, en erum ekki að ná að klára; síðasta sendingin eða skot. Það er mest svekkjandi af því að þeir voru ekki betri en við fannst mér. Að þeir hafi náð þessu forskoti þar fer í mig,” sagði Aron að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31 HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15 Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti. „Fyrstu tíu mínúturnar voru svekkjandi. Við spilum mjög vel, en náum ekki að klára sóknirnar. Okkur er refsað fyrir það,” sagði Aron aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis í síðari hálfleik. „Við náðum að opna þá og koma okkur í færi, en náum ekki að klára með marki. Við vorum að fá góða sénsa og það er rosalega svekkjandi.” Fyrri hálfleikurinn var ansi góður, en Aron segir ekki að íslenska liðinu hafi liðið eitthvað alltof vel í hálfleik.Umfjöllun:Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik „Tilfinningin var auðvitað góð í hálfleik, en samt sem áður bara á pari við það sem við ætluðum að gera. Tapa með einu í hálfleik, jafn leikur og þetta var í fínu standi, þess vegna er þetta rosalega svekkjandi.” „Við spiluðum áfram vel, en vorum ekki að ná að klára færin. Það er ástæða fyrir því að þeir ná þessu góða forskoti og halda því bara út allan leikinn. Þeir eru bestir í því.” Dómararnir voru oft á tíðum nokkuð skrautlegir, en Aron segir að það hafi verið vitað enda ellefu þúsund Króatar í höllinni og þeir á heimavelli. „Auðvitað fá þeir 50-50 boltana til sín og það vissum við fyrir leikinn. Ég gæti farið út í þá sálma og það var vitað. Maður pirraði sig einu sinni eða tvisvar, en ég er ekki að fara kenna því um.” Hvað pirrar Aron mest í leikslok? „Það eru þessar tíu mínútur í síðari hálfleik þar sem við spilum vel, en erum ekki að ná að klára; síðasta sendingin eða skot. Það er mest svekkjandi af því að þeir voru ekki betri en við fannst mér. Að þeir hafi náð þessu forskoti þar fer í mig,” sagði Aron að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31 HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15 Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31
HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15
Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30