Lentu á króatískum varnarvegg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Ómar Ingi Magnússon var í byrjunarliðinu í gær og skoraði þrjú mörk. vísir/ernir Eins og svo oft áður reyndist Króatía of stór hindrun fyrir strákana okkar á stórmóti. Króatar unnu leik liðanna í gær, 22-29, og eru með fullt hús stiga í A-riðli og komnir áfram í milliriðil. Íslendingar eru aftur á móti með tvö stig og mega ekki tapa fyrir Serbum í lokaleik sínum í riðlakeppninni á morgun. Með sigri á Serbíu fer Ísland með tvö stig inn í milliriðil. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og engin leið að segja í hvaða hugarástandi þeir mæta til leiks á morgun. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndu Króatar mátt sinn og megin og keyrðu yfir Íslendinga. Domagoj Duvnjak lék ekki með Króatíu í gær en það breytti engu. Fyrri hálfleikurinn var einkar vel spilaður af Íslands hálfu. Aron Pálmarsson byrjaði leikinn af miklum krafti og hann kom Íslandi yfir, 7-8, á 17. mínútu. Króatía svaraði með 5-1 kafla en Íslendingar neituðu að gefa sig og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 13-14. Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik var frábær, 87%, en töpuðu boltarnir voru alltof margir, eða átta. Þá var varnarleikurinn ekki nógu sterkur en Íslendingar áttu í miklum vandræðum með leikstjórnanda Króata, Luka Cindric, sem skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Króatar skoraði næstu fimm mörk og náðu heljartaki á Íslendingum sem þeir slepptu ekki. Sóknarleikur íslenska liðsins var afar óskilvirkur og vörnin ekki nógu þétt. Til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Ivan Stevanovic að verja eins og óður maður í króatíska markinu. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Töpuðu boltunum fækkaði reyndar en skotnýting versnaði. Íslendingar klesstu einfaldlega á króatískan varnarvegg. Þá var varnarleikur íslenska liðsins aldrei nógu sterkur í leiknum og markvarslan í seinni hálfleik var engin. Íslendingar hafa sýnt á sér ýmsar hliðar á þessu móti. Góðu kaflarnir hafa verið frábærir en slæmu kaflarnir hafa verið full langir og full margir. Framundan er úrslitaleikur gegn Serbíu og Ísland er með örlögin í eigin höndum. Sigur og Íslendingar fara með tvö stig í milliriðli. Það væri frábær niðurstaða. EM 2018 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Eins og svo oft áður reyndist Króatía of stór hindrun fyrir strákana okkar á stórmóti. Króatar unnu leik liðanna í gær, 22-29, og eru með fullt hús stiga í A-riðli og komnir áfram í milliriðil. Íslendingar eru aftur á móti með tvö stig og mega ekki tapa fyrir Serbum í lokaleik sínum í riðlakeppninni á morgun. Með sigri á Serbíu fer Ísland með tvö stig inn í milliriðil. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og engin leið að segja í hvaða hugarástandi þeir mæta til leiks á morgun. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndu Króatar mátt sinn og megin og keyrðu yfir Íslendinga. Domagoj Duvnjak lék ekki með Króatíu í gær en það breytti engu. Fyrri hálfleikurinn var einkar vel spilaður af Íslands hálfu. Aron Pálmarsson byrjaði leikinn af miklum krafti og hann kom Íslandi yfir, 7-8, á 17. mínútu. Króatía svaraði með 5-1 kafla en Íslendingar neituðu að gefa sig og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 13-14. Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik var frábær, 87%, en töpuðu boltarnir voru alltof margir, eða átta. Þá var varnarleikurinn ekki nógu sterkur en Íslendingar áttu í miklum vandræðum með leikstjórnanda Króata, Luka Cindric, sem skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Króatar skoraði næstu fimm mörk og náðu heljartaki á Íslendingum sem þeir slepptu ekki. Sóknarleikur íslenska liðsins var afar óskilvirkur og vörnin ekki nógu þétt. Til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Ivan Stevanovic að verja eins og óður maður í króatíska markinu. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Töpuðu boltunum fækkaði reyndar en skotnýting versnaði. Íslendingar klesstu einfaldlega á króatískan varnarvegg. Þá var varnarleikur íslenska liðsins aldrei nógu sterkur í leiknum og markvarslan í seinni hálfleik var engin. Íslendingar hafa sýnt á sér ýmsar hliðar á þessu móti. Góðu kaflarnir hafa verið frábærir en slæmu kaflarnir hafa verið full langir og full margir. Framundan er úrslitaleikur gegn Serbíu og Ísland er með örlögin í eigin höndum. Sigur og Íslendingar fara með tvö stig í milliriðli. Það væri frábær niðurstaða.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða