Krakkar

Fréttamynd

Læra að vera við stjórn

Gauti, Hekla og Helga eru orðnir þó nokkrir sægarpar þó þau séu bara á þriðja degi siglinganámskeiðs. Þau hafa líka öll reynslu af bátum.

Lífið
Fréttamynd

Skemmtilegir rólóar og ítalski ísinn góður

Bræðurnir Óðinn Styrkár og Sævar Stormur Þórhallsynir fluttu nýlega til Mílanó á Ítalíu ásamt foreldrum sínum og litlu systur. Þeir kunna vel við ítalska lífið en sakna helst að fá SS-pylsur og auðvitað vina sinna á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Syndir um eins og hafmeyja í laugunum

Hún Sigríður Salka Ólafsdóttir, sem er sjö ára og alveg að verða átta, á skrautlegan hafmeyjarsporð sem hana hafði dreymt um og var svo ljónheppin að fá í jólagjöf. Það var alveg óvænt.

Lífið
Fréttamynd

Finnst skemmtilegra þegar ljóð ríma

Akurnesingurinn Ragna Benedikta Steingrímsdóttir, 15 ára, bjó til besta vísubotninn í sínum aldursflokki annað árið í röð í vísnasamkeppni grunnskólanema. Hún skemmtir sér við að semja lög og texta.

Menning
Fréttamynd

Sannkallaðir hátíðadrengir

Bræðurnir Þorlákur Flóki og Kormákur Jónas Níelssynir eru jólabörn. Annar verður fimm ára á Þorláksmessu og hinn þriggja ára á gamlársdag. Þeir fá svo margar jóla- og afmælisgjafir á einum mánuði að stundum eru nokkrar þeirra geymdar fram á sumar.

Jól
Fréttamynd

Skrifaði bók með ömmu sinni

Embla Karen Garpsdóttir er sjö ára og er í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Hún les mikið og hefur einnig gaman af því að skrifa, fara á hestbak og leika við vini sína.

Lífið
Fréttamynd

Spila, syngja og leika

Systkinin Matthías Davíð, 10 ára, og tvíburarnir Hjördís Anna og Hálfdán Helgi, 11 ára, spila öll í tveimur til þremur hljómsveitum. Hjördís Anna syngur, Matthías Davíð galdrar og leikur og bræðurnir fást báðir við stuttmyndagerð.

Lífið
Fréttamynd

Leika Míó og JúmJúm

Ágúst Beinteinn Árnason, 13 ára, leikur Míó og Theodór Pálsson, 12 ára, vin hans, JúmJúm, í leikritinu Elsku Míó minn sem Útvarpsleikhúsið tekur upp í janúar.

Lífið
Fréttamynd

Lék langafa og löggu

Hinn níu ára Lúkas Emil Johansen dreymir leiklistardrauma. Hann hefur leikið í Þjóðleikhúsinu, sjónvarpsseríu og nokkrum auglýsingum og það á vel við hann.

Lífið
Fréttamynd

Ohayou gozaimasu!

Ylfa Marín Nökkvadóttir flutti með foreldrum sínum og litlu systur sinni til Japan í lok ágúst í fyrra. Þar byrjaði hún í nýjum leikskóla og hefur nú eignast marga japanska vini.

Lífið
Fréttamynd

Uppskrift að piparkökuhúsi

Rannveig Birta byrjaði að baka sjálf þegar hún var átta ára og er því þegar komin með nokkra reynslu í eldhúsinu.

Jólin
Fréttamynd

Góð jólasveinabörn

Þeim Hringi Einarssyni og Rebekku Guðmundsdóttur leiddist ekki á Árbæjarsafninu. Þar fundu þau aska, sem þeim fannst tilvalið að láta jóladótið í, og kamba en þau reyndu að kemba jólasveina úr tuskum sem þau höfðu meðferðis.

Jól
Fréttamynd

Kann að láta manneskju svífa

Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra.

Lífið
Fréttamynd

Bronser-gel keppir við Silver

Vinirnir Logi Tómasson og Kolbeinn Þórðarson sem eru í 4. bekk í Digranesskóla hafa búið til sitt eigið hárgel sem nefnist Bronser. Fetar það í fótspor gelsins Silver sem silfur- og bronsdrengirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústafsson framleiða.

Lífið
Fréttamynd

Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu

Það er fátt sem hreyfir eins mikið við hjarta mannfólksins á jólunum en heimagerðar gjafir barna, enda allt ósvikin listaverk sem unnin eru með hjartanu og af persónulegri natni og hlýhug til þess sem gjöfina á að fá.

Jólin
Fréttamynd

Jólabrandarar

Viltu slá í gegn í jólaboðinu? Hér eru nokkrir laufléttir brandarar sem koma flestum í jólagírinn.

Jól