Lífið

Ætlar að skreyta egg, leika úti og fara í skemmtilegar æfingar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Edward hefur gaman af að synda og ljósmyndarinn smellti af honum mynd við Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Edward hefur gaman af að synda og ljósmyndarinn smellti af honum mynd við Ásvallalaug í Hafnarfirði. Vísir/Anton
Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ég heiti Edward Jensson og er 11 ára.

Í hvaða skóla gengur þú og hvert er uppáhaldsfagið þitt þar? Í Hraunvallaskóla og uppáhaldsfagið mitt er smiðjur.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Sund og parkour.

Hvernig leikur þú þér helst? Hjóla úti.

Ætlar þú að gera eitthvað skemmtilegt í páskafríinu? Í páskafríinu ætla ég að skreyta egg, leika mér úti og fara í skemmtilegar æfingar.

Hvað gerðir þú í jólafríinu? Ég borðaði jólamat, opnaði pakka, fór svo til Rússlands, þar fór ég í sirkus, leikhús, hermannasafn, út að skauta og renndi mér í stórri ísrennibraut og margt fleira úti í kuldanum.

Hvernig stóð á því að þú fórst til Rússlands? Ég fór til að hitta ömmu og skemmta mér.



Hefurðu oft farið þangað? Nei, ekki oft.

Talar þú rússnesku og skilur? Ég kann hvort tveggja.

Hvernig er Rússland frábrugðið Íslandi? Þar er kaldara á veturna og heitara á sumrin og miklu fleira fólk.

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búinn að hugsa það.

 

Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×