Fréttir

Fréttamynd

Reka 300 starfsmenn

Danska ríkisútvarpið ætlar að segja upp 10% starfsmanna sinna á þessu ári vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfuðstöðva sem hefur farið fram úr áætlun. Fjölmargir starfsmenn lögðu niður vinnu í dag til að mótmæla aðgerðunum.

Erlent
Fréttamynd

Hlógu að Davíð

Hreinn Loftsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hlógu að Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að trúa að álagning á vörur frá Baugi væri lægri en raun var. Þetta sagði Jónína Benediktsdóttir að hefði átt sér stað eftir fund þremenninganna í Stjórnarráðinu. Viðtal við Jónínu fylgir fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Birgjar svara fyrir sig

Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana.

Innlent
Fréttamynd

Vaknaði og féll svo aftur í dá

Læknar í Bandaríkjunum standa ráðþrota frammi fyrir ráðgátunni um konuna sem vaknaði úr 6 ára dái, vakti í 3 daga og féll síðan aftur í dá. Þeir kunna engar skýringar á því hvað hafi vakið hana og síðan valdið því að hún féll aftur í dá.

Erlent
Fréttamynd

Maður slasaðist þegar krani skekktist

Kalmaður á þrítugsaldri slasaðist á höfði við byggingarvinnu í Kópavogi í gær. Hann var að festa þakplötur á nýbyggingu ásamt öðrum þegar óhappið átti sér stað. Mennirnir voru umluktir sérstakri körfu sem krani heldur uppi til öryggis, en karfan er færð til eftir þörfum. Svo óheppilega vildi til að karfan skekktist til og við það fékk annar mannanna skurð á höfuðið, en hinn slapp ómeiddur.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi vinnur gegn lækkun matvöruverðs

Samtök verslunar og þjónustu undrast afgreiðslu Alþingis á tillögum samtakanna og Samtaka Atvinnulífsins um að úthluta tollkvótum vegna innflutnings án kvótasölu þegar umsóknir um kvóta eru meiri en framboð. Í ljósi þjóðarátaks um lækkun matvöruverðs sé það afar óábyrgt af hálfu þingsins og telja samtökin ákvarðanir Alþingis vinna gegn átakinu.

Innlent
Fréttamynd

Farið á bakvið hreyfihamlaða

Með setningu nýrrar reglugerðar er farið á bakvið hagsmunasamtök hreyfihamlaðra með afar ósmekklegum hætti. Þetta segir fulltrúi í Farartækjanefnd Sjálfsbjargar. Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir að taka upp mat á því hvort bifreiðakaup hreyihamlaðra henti viðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Erindi um kvennamorð í Mexíkó

Marisela Ortiz Rivera heldur erindi um morð 400 kvenna í Ciudad Juárez borg í Mexíkó í Háskóla Íslands á morgun. Marisela er hér á landi í boði Amnesty International og Cervantes setursins. Hún hefur síðustu sex ár barist ötullega gegn refisleysi vegna morðanna, en konurnar voru myrtar á hrottalegan hátt á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegar athugasemdir við frumvarp um skipaskráningu

Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskráningu. Frumvarpið verður afgreitt fyrir þinglok á Alþingi á morgun. ASÍ telur 11. grein þess brjóta gegn stjórnarskrá. Þar er gerð kjarasamninga um störf á farskipum sem sigla undir íslenskum fána útilokuð öðrum en íslenskum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Rétt upp úr klukkan tvö varð harður árekstur tveggja fólksbíla á Kringlumýrabraut við Hamrahlíð. Bílarnir eru mikið skemmdir. Tveir menn voru fluttir á slysadeild og samkvæmt vakthafandi lækni eru þeir til skoðunar, en meiðsl þeirra líta ekki út fyrir að vera alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Lítil breyting á bandarískum mörkuðum

Gengi hlutabréfa var svo til óbreytt við opnun markaða í Bandaríkjunum fyrir stundu. Þá hækkaði heimsmarkaðsverð á hráolíu en búist er við að Orkumálaráðneyti Bandaríkjanna greini frá því í vikulegri skýrslu sinni í dag að olíubirgðir hafi minnkað saman fimmtu vikuna í röð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afleiðingar þjóðareignar á auðlindum sjávar

Áhrif þjóðareignar á auðlindum sjávar og eignarréttarleg staða auðlindanna er tekin fyrir í nýju riti sem gefið hefur verið út. Í ritinu „ Þjóðareign. Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar" er meðal annars farið yfir hvaða áhrif þjóðareign hefði á réttarstöðu þeirra sem keypt hafa heimildir til veiða á Íslandsmiðum og hvort slíkt ákvæði hefði einhverjar efnahagslegar afleiðingar í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Lehman Brothers

Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Borthers, fjórði stærsti fjárfestabanki vestanhafs, skilaði hagnaði upp á 1,13 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 76,83 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi 2006. Þetta er metafkoma í sögu bankans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðsnúningur hjá General Motors

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Veiðiheimildir ekki afturkallaðar án bóta

Forysta Landssambands íslenskra útvegsmanna segir tillögu stjórnarflokkanna um auðlindarákvæði í stjórnarskrá engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta. Fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd segir að allir þeir sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina, hafi skotið tillöguna í tætlur.

Innlent
Fréttamynd

Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn

Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækka í Evrópu

Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í stórum fjármálafyrirtækjum á borð við Credit Suisse og Deutsche Bank. Lækkanirnar eru tengdar lækkunum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en íbúðalánamarkaðurinn vestanhafs dró helstu vísitölur niður í gær. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent í Kauphöll Íslands í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Baugsmenn hrifnir af Bítlunum

Bítlatónlist sem Tryggvi Jónsson keypti á geisladiskum, var skilin eftir í Thee Viking skemmtibátnum og því ekki til einkanota Tryggva, eins og honum er gefið að sök. Þetta sagði Ragnar B. Agnarsson leiksstjóri og æskuvinur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við yfirheyrslur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum rannsakaðar

Framganga lögreglu gagnvart mótmælendum við Kárahnjúka verður rannsökuð, nái ný þingsályktunartillaga fram að ganga á Alþingi. Meint harðræði gagnvart mótmælendunum í júlí og ágúst, árin 2005 og 2006, verði kannað auk tilefnislausra árása, handtöku og meintra símahlerana, svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur ellilífeyrisþega vill vinna

Rúmlega helmingur eftirlaunaþega , sem ekki eru starfandi, segist gjarnan vilja vinna , ef það skerði ekki ellilífeyrinn. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur látið gera. Mikill meirihluti þeirra sagðist vera sáttur við laun á bilinu hundrað til tvö hundruð þúsund á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Slæm staða á bandaríska íbúðalánamarkaðnum

Vanskil á fasteignalánamarkaði og eignaupptaka vegna ógreiddra lána hafa ekki veri með verra móti í Bandaríkjunum í 37 ár, samkvæmt upplýsingum frá samtökum banka á íbúðalánamarkaði þar í landi. Samtökin segja ástandið sérstaklega slæmt enda hefur þetta haft áhrif á fjármálastofnanir á Wall Street í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsframleiðsla jókst um 2,5 prósent

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,5 prósent að raungildi á síðasta ársfjórðungi 2006 frá sama fjórðungi árið áður. Þjóðarútgjöld jukust hins vegar meira, eða um 3,2 prósent með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Græn stefna í Bretlandi

Bresk stjórnvöld ætla að draga úr losun koltvísýrings um 60% fyrir árið 2050. Frumvarpsdrög sem miða að því voru kynnt á breska þinginu í dag. Málið er þverpólitískt enda umhverfismál ofarlega á dagskrá hjá öllum stjórnmálaflokkum í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Búrhvalur drekkti sjómanni

Japanskur sjómaður týndi lífi þegar hann og tveir félagar hans reyndu að bjarga búrhval sem hafði villst af leið undan vesturströnd Japans í dag. Mennirnir þrír skullu í sjóinn þegar hvalurinn sló sér í bátana sem þeir voru á.

Erlent
Fréttamynd

EES-samningurinn staðist tímans tönn

Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það.

Innlent
Fréttamynd

Sækja póstinn í lögreglufylgd

Fjórar fjölskyldur í Dísar- og Traðarlandi í Bolungarvík mega enn ekki snúa heim vegna yfirvofandi snjóflóðahættu. Húsin voru rýmd fyrir hádegi í gær og íbúarnir þurfa að sækja póstinn í lögreglufylgd.

Innlent
Fréttamynd

Hugbúnaðarsérfræðingar dýrir

Hugbúnaðarsérfræðingar eru dýrir og vandfengnir, segir framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Þannig skýrir hann þrjátíuþúsund króna reikningi sem staðarhaldari í Iðnó fékk fyrir smá viðvik sérfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð

Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri.

Innlent
Fréttamynd

Neyslan fjármögnuð með kreditkortum

Kortavelta í febrúar nam 53,6 milljörðum króna. Þar af nemur velta debertkosta 31,6 milljörðum króna en velta kreditkorta 22,1 milljarði. Kreditkortavelta jókst um 12 prósent frá sama tíma fyrir ári en greiningardeild Kaupþings segir það benda til að neysla heimila sé í auknum mæli fjármögnuð með kreditkortum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launakostnaður jókst um allt að 9,4 prósent

Launakostnaður atvinnurekenda fyrir hverja vinnustund jókst um 2,2 til 9,4 prósent frá fjórða ársfjórðungi 2005 til sama tíma fyrir. Mest var hækkunin í iðnaði og minnst í verslun og þjónustu, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent