Fréttir Samningaviðræður eru nær hálfnaðar Viðræður um 15 af 33 köflum í samningum við Evrópusambandið eru hafnar. Þar af er 10 lokið. Samningsafstaða hefur verið samþykkt í 5 köflum í viðbót við það. Stefnt er að því að samningsafstaða í sjávarútvegsmálum verði tilbúin fyrir sumarfrí. Utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína í gær. Innlent 26.4.2012 22:05 SA kynnir áætlun um afnám hafta Samtök atvinnulífsins (SA) hafa kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem er að mörgu leyti frábrugðin þeirri áætlun sem stjórnvöld og Seðlabankinn vinna eftir. Innlent 26.4.2012 22:06 Óhjákvæmilegt að loka kirkjum Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup Íslands, segir fjárhagsvanda kirkjunnar orðinn slíkan að erfitt sé að halda öllum kirkjunum gangandi og starfseminni þar innandyra. Innlent 26.4.2012 22:06 Undir meira álagi og ósáttari við laun Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Innlent 26.4.2012 22:05 Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Innlent 26.4.2012 22:05 Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Innlent 26.4.2012 22:05 Undirskriftalisti gegn frumvarpi Stjórnmálasamtökin Dögun hófu í gær undirskriftasöfnun gegn kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja stjórnvöld til að virða loforð í kvótamálum og hvetja forseta Íslands til þess að synja frumvarpinu annars staðfestingar. Innlent 26.4.2012 22:06 ASÍ mótmælir launahækkun Miðstjórn ASÍ mótmælir þeirri ákvörðun ársfundar Framtakssjóðs Íslands að hækka laun stjórnarmanna sjóðsins um 80 prósent, úr 100 þúsund krónum á mánuði í 180 þúsund krónur á mánuði. Innlent 26.4.2012 22:06 Atvinnulausum konum fjölgar Atvinnulausum hefur fækkað um 1.000 frá fyrsta ársfjórðungi 2011. Að meðaltali voru, á fyrsta ársfjórðungi 2012, 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit. Það jafngildir 7,2 prósentum vinnuaflsins. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Innlent 26.4.2012 22:06 Hjóli rænt með 8 mínútna bili Að meðaltali var tilkynnt um 200 reiðhjólaþjófnaði dag hvern í Danmörku á árunum 2007 til 2010. Það jafngildir því að reiðhjóli sé rænt á áttundu hverri mínútu. Vefur Politiken segir frá þessu. Erlent 26.4.2012 22:06 Flugskeyti sögð gerviflugskeyti Sex flugskeyti, sem sýnd voru með viðhöfn á hersýningu í Norður-Kóreu nýverið, voru ekki alvöru flugskeyti heldur eftirlíkingar. Og þær lélegar. Erlent 26.4.2012 22:06 Taylor sakfelldur fyrir stríðsglæpi Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Erlent 26.4.2012 22:05 Ásakanirnar hafa gengið á víxl Stjórnvöld og uppreisnarmenn í Sýrlandi saka hvorir aðra um sprengjuárás í borginni Hama á miðvikudag, sem varð að minnsta kosti sextán manns að bana. Erlent 26.4.2012 22:05 Taka verður alla gagnrýni alvarlega Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Innlent 25.4.2012 21:42 Vilja fá samtal Davíðs og Geirs Fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir afriti af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá október 2008. Umræðuefnið var fyrirhugað lán Seðlabankans til Kaupþings. Innlent 25.4.2012 21:42 Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar „Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Innlent 25.4.2012 21:42 Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Innlent 25.4.2012 21:52 Nær uppselt á allar sýningar Nær uppselt er á allar átján fyrirhugaðar sýningar Afmælisveislunnar eftir Nóbelskáldið Harold Pinter, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Innlent 25.4.2012 21:41 Náttúran.is fær viðurkenningu Vefsíðan Náttúran.is hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, í gær fyrir „framúrskarandi starf að umhverfismálum“. Innlent 25.4.2012 21:41 Skeljungur mögulega á markað Skeljungur hf. hagnaðist um 629 milljónir króna á árinu 2011, sem er um 200 milljónum krónum minna en árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 1,7 milljarðar króna og jókst um 754 milljónir króna milli ára. Þetta var tilkynnt á aðalfundi Skeljungs sem fór fram síðastliðinn mánudag. Viðskipti innlent 25.4.2012 21:42 Gengur gegn EES-samningi að banna gengistryggð lán ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Innlent 25.4.2012 21:42 Nýmjólkin á sama verði í öllum búðum Lægsta matvöruverð landsins er að finna í verslunum Bónuss, samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ. Matarkarfan kostaði 20.404 krónur í Bónus, en 24.680 krónur í verslun Nóatúns, þar sem hún var dýrust. Verðmunurinn er 4.276 krónur, eða um 21 prósent. Innlent 25.4.2012 21:42 Erlendir og innlendir vilja Magma-bréf Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Viðskipti innlent 25.4.2012 21:42 Fær 140 þúsund króna sekt og missir bílprófið Tvítugur maður sér fram á missi ökuleyfis og þarf að greiða 140 þúsund krónur í sekt eftir að lögreglan á Suðurnesjum stóð hann að hraðakstri á Reykjanesbraut þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði. Innlent 25.4.2012 21:41 Braust inn í apótek eftir vikufrelsi Maður sem braut af sér viku eftir að hafa fengið reynslulausn úr fangelsi þarf að ljúka 132 daga eftirstöðvum dóma frá 2010 og 2011. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar að lútandi. Innlent 25.4.2012 21:41 Grunaður um brot gegn ellefu ára dóttur sinni Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald manns sem grunaður er um gróf kynferðisbrot gegn ellefu ára gamalli dóttur sinni. Gæsluvarðhaldið gildir til 15. júní. Innlent 25.4.2012 21:41 Aðeins verður veitt á flugu Landeigendur við Haukadalsá og fulltrúar einkahlutafélags í eigu Kenneths Johns Deurloo skrifuðu undir samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá um helgina. Samningurinn er til fjögurra ára; gildir frá 2013 til 2016. Innlent 25.4.2012 21:41 18 vilja hanna nýja fangelsið Átján tillögur bárust í hönnunarsamkeppni fangelsisins á Hólmsheiði. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í gær til að hefja mat á tillögunum. Innlent 25.4.2012 21:41 Murdoch neitar öllum sökum Ástralski fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch neitar því að hafa þegið neinn greiða frá valdamiklum mönnum, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hans. Erlent 25.4.2012 21:42 18 ára dómur látinn standa Ítalskur áfrýjunardómstóll hefur látið standa nær óbreyttan 18 ára fangelsisdóm yfir Calisto Tanzi, stofnanda mjólkurrisans Parmalat. Erlent 25.4.2012 21:41 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 334 ›
Samningaviðræður eru nær hálfnaðar Viðræður um 15 af 33 köflum í samningum við Evrópusambandið eru hafnar. Þar af er 10 lokið. Samningsafstaða hefur verið samþykkt í 5 köflum í viðbót við það. Stefnt er að því að samningsafstaða í sjávarútvegsmálum verði tilbúin fyrir sumarfrí. Utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína í gær. Innlent 26.4.2012 22:05
SA kynnir áætlun um afnám hafta Samtök atvinnulífsins (SA) hafa kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem er að mörgu leyti frábrugðin þeirri áætlun sem stjórnvöld og Seðlabankinn vinna eftir. Innlent 26.4.2012 22:06
Óhjákvæmilegt að loka kirkjum Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup Íslands, segir fjárhagsvanda kirkjunnar orðinn slíkan að erfitt sé að halda öllum kirkjunum gangandi og starfseminni þar innandyra. Innlent 26.4.2012 22:06
Undir meira álagi og ósáttari við laun Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Innlent 26.4.2012 22:05
Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Innlent 26.4.2012 22:05
Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Innlent 26.4.2012 22:05
Undirskriftalisti gegn frumvarpi Stjórnmálasamtökin Dögun hófu í gær undirskriftasöfnun gegn kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja stjórnvöld til að virða loforð í kvótamálum og hvetja forseta Íslands til þess að synja frumvarpinu annars staðfestingar. Innlent 26.4.2012 22:06
ASÍ mótmælir launahækkun Miðstjórn ASÍ mótmælir þeirri ákvörðun ársfundar Framtakssjóðs Íslands að hækka laun stjórnarmanna sjóðsins um 80 prósent, úr 100 þúsund krónum á mánuði í 180 þúsund krónur á mánuði. Innlent 26.4.2012 22:06
Atvinnulausum konum fjölgar Atvinnulausum hefur fækkað um 1.000 frá fyrsta ársfjórðungi 2011. Að meðaltali voru, á fyrsta ársfjórðungi 2012, 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit. Það jafngildir 7,2 prósentum vinnuaflsins. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Innlent 26.4.2012 22:06
Hjóli rænt með 8 mínútna bili Að meðaltali var tilkynnt um 200 reiðhjólaþjófnaði dag hvern í Danmörku á árunum 2007 til 2010. Það jafngildir því að reiðhjóli sé rænt á áttundu hverri mínútu. Vefur Politiken segir frá þessu. Erlent 26.4.2012 22:06
Flugskeyti sögð gerviflugskeyti Sex flugskeyti, sem sýnd voru með viðhöfn á hersýningu í Norður-Kóreu nýverið, voru ekki alvöru flugskeyti heldur eftirlíkingar. Og þær lélegar. Erlent 26.4.2012 22:06
Taylor sakfelldur fyrir stríðsglæpi Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Erlent 26.4.2012 22:05
Ásakanirnar hafa gengið á víxl Stjórnvöld og uppreisnarmenn í Sýrlandi saka hvorir aðra um sprengjuárás í borginni Hama á miðvikudag, sem varð að minnsta kosti sextán manns að bana. Erlent 26.4.2012 22:05
Taka verður alla gagnrýni alvarlega Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Innlent 25.4.2012 21:42
Vilja fá samtal Davíðs og Geirs Fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir afriti af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá október 2008. Umræðuefnið var fyrirhugað lán Seðlabankans til Kaupþings. Innlent 25.4.2012 21:42
Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar „Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Innlent 25.4.2012 21:42
Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Innlent 25.4.2012 21:52
Nær uppselt á allar sýningar Nær uppselt er á allar átján fyrirhugaðar sýningar Afmælisveislunnar eftir Nóbelskáldið Harold Pinter, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Innlent 25.4.2012 21:41
Náttúran.is fær viðurkenningu Vefsíðan Náttúran.is hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, í gær fyrir „framúrskarandi starf að umhverfismálum“. Innlent 25.4.2012 21:41
Skeljungur mögulega á markað Skeljungur hf. hagnaðist um 629 milljónir króna á árinu 2011, sem er um 200 milljónum krónum minna en árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 1,7 milljarðar króna og jókst um 754 milljónir króna milli ára. Þetta var tilkynnt á aðalfundi Skeljungs sem fór fram síðastliðinn mánudag. Viðskipti innlent 25.4.2012 21:42
Gengur gegn EES-samningi að banna gengistryggð lán ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Innlent 25.4.2012 21:42
Nýmjólkin á sama verði í öllum búðum Lægsta matvöruverð landsins er að finna í verslunum Bónuss, samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ. Matarkarfan kostaði 20.404 krónur í Bónus, en 24.680 krónur í verslun Nóatúns, þar sem hún var dýrust. Verðmunurinn er 4.276 krónur, eða um 21 prósent. Innlent 25.4.2012 21:42
Erlendir og innlendir vilja Magma-bréf Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Viðskipti innlent 25.4.2012 21:42
Fær 140 þúsund króna sekt og missir bílprófið Tvítugur maður sér fram á missi ökuleyfis og þarf að greiða 140 þúsund krónur í sekt eftir að lögreglan á Suðurnesjum stóð hann að hraðakstri á Reykjanesbraut þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði. Innlent 25.4.2012 21:41
Braust inn í apótek eftir vikufrelsi Maður sem braut af sér viku eftir að hafa fengið reynslulausn úr fangelsi þarf að ljúka 132 daga eftirstöðvum dóma frá 2010 og 2011. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar að lútandi. Innlent 25.4.2012 21:41
Grunaður um brot gegn ellefu ára dóttur sinni Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald manns sem grunaður er um gróf kynferðisbrot gegn ellefu ára gamalli dóttur sinni. Gæsluvarðhaldið gildir til 15. júní. Innlent 25.4.2012 21:41
Aðeins verður veitt á flugu Landeigendur við Haukadalsá og fulltrúar einkahlutafélags í eigu Kenneths Johns Deurloo skrifuðu undir samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá um helgina. Samningurinn er til fjögurra ára; gildir frá 2013 til 2016. Innlent 25.4.2012 21:41
18 vilja hanna nýja fangelsið Átján tillögur bárust í hönnunarsamkeppni fangelsisins á Hólmsheiði. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í gær til að hefja mat á tillögunum. Innlent 25.4.2012 21:41
Murdoch neitar öllum sökum Ástralski fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch neitar því að hafa þegið neinn greiða frá valdamiklum mönnum, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hans. Erlent 25.4.2012 21:42
18 ára dómur látinn standa Ítalskur áfrýjunardómstóll hefur látið standa nær óbreyttan 18 ára fangelsisdóm yfir Calisto Tanzi, stofnanda mjólkurrisans Parmalat. Erlent 25.4.2012 21:41
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent