Erlent

Hjóli rænt með 8 mínútna bili

hjólaóð þjóð Danir eru ein mesta reiðhjólaþjóð heims. Þar eru reiðhjólaþjófnaðir landlægt vandamál. 
Fréttablaðið/Pjetur
hjólaóð þjóð Danir eru ein mesta reiðhjólaþjóð heims. Þar eru reiðhjólaþjófnaðir landlægt vandamál. Fréttablaðið/Pjetur
Að meðaltali var tilkynnt um 200 reiðhjólaþjófnaði dag hvern í Danmörku á árunum 2007 til 2010. Það jafngildir því að reiðhjóli sé rænt á áttundu hverri mínútu. Vefur Politiken segir frá þessu.

Afar sjaldgæft er að reiðhjólaþjófnaðir upplýsist, en árið 2010 gekk dómur í 277 málum, sem jafngildir innan við hálfu prósenti af tilkynntum þjófnuðum.

Hjólaeigendur eru flestir tryggðir fyrir þjófnaði og nema greiðslur tryggingafélaga vegna slíkra mála hálfum sjötta milljarði íslenskra króna.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×