Innlent

Braust inn í apótek eftir vikufrelsi

Maður sem braut af sér viku eftir að hafa fengið reynslulausn úr fangelsi þarf að ljúka 132 daga eftirstöðvum dóma frá 2010 og 2011. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar að lútandi.

Í úrskurði Héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn úr fangelsi 12. apríl síðastliðinn. Hann var svo handtekinn aðfaranótt 20. apríl þar sem hann hafði brotist inn í apótek í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu og stolið lyfjum. Skoðun á vettvangi leiddi jafnframt í ljós að hann hafði brotið sjö rúður í verslunarmiðstöðinni og unnið talsverðar skemmdir. Maðurinn reyndi að flýja af vettvangi og streittist gegn handtöku. Þá reyndist hann undir áhrifum örvandi efna.

Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að brot mannsins geti varðað allt að sex ára fangelsi. Hann hafi dulbúið sig fyrir innbrotið, þar sem hann notaði bæði hamar og kúbein. Brotið virðist þaulskipulagt og hann hafi rofið gróflega almenn skilyrði reynslulausnar sinnar.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×