Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum 26. apríl 2012 09:30 Fyrsti flutningsmaður Eygló segir málið ekki varða bankaleynd, enda sé um upplýsingar í skattskýrslum að ræða. Um sé að ræða kröfu á þá sem eru skattskyldir til þess að skila upplýsingum til Ríkisskattstjóra.fréttablaðið/gva Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent