Fréttir

Fréttamynd

Útsýnið stórkostlegt í fyrstu fjallgöngunni

Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega.

Innlent
Fréttamynd

Lög gegn barnaníði hert til muna

Bannað verður með lögum að framleiða klámfengið efni þar sem leikendur herma eftir barni, þó þeir hafi náð átján ára aldri. Einnig verður bannað að mæla sér mót við barn undir 15 ára aldri í kynferðislegum tilgangi, hvort sem það er á Netinu eða utan þess.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi á Facebook

Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa

"Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan,“ segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra.

Innlent
Fréttamynd

Leiguverð fer enn hækkandi

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent á milli apríl og maí. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,6 prósent og um 10,1 prósent síðasta árið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm fangar dánir á níu árum

Maður á fimmtugsaldri lést í fangelsinu Litla-Hrauni um áttaleytið á fimmtudagskvöld. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir síbrot þann 16. maí síðastliðinn og var nýbúið að færa hann til fangelsisins þegar hann lést. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins byrjaði maðurinn mjög fljótlega að kasta upp eftir að komið var á Litla-Hraun og hné meðvitundarlaus niður á ganginum. Sjúkrateymi reyndi endurlífgunartilraunir án árangurs og lést maðurinn skömmu síðar.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að biðin fari að styttast

Vinna við gerð ívilnunarsamnings íslenskra stjórnvalda við fyrirtæki í eigu kínverska athafnamannsins Huangs Nubo er enn í gangi. Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í málið innan skamms.

Innlent
Fréttamynd

Þóra mælist með mest fylgi

Þóra Arnórsdóttir er með rúmlega átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar Grímsson forseta í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Könnunin var gerð dagana 8. maí til 18. maí.

Innlent
Fréttamynd

Ómögulegt að veita öllum starf

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir ómögulegt fyrir borgina að ætla sér að tryggja öllum í Reykjavík störf. Ekki hafa verið færri sumarstörf í boði hjá borginni í mörg ár og var 66 prósent umsækjenda hafnað í ár. Ráðið var í 1.384 störf, en umsækjendur voru 4.446. Þeir voru 5.116 í fyrra og ráðið var í 1.949 stöður.

Innlent
Fréttamynd

Goðsögnum hnekkt

Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda skiptast eftir þeim framhaldsskólum sem nemendurnir koma úr. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að tilteknir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Fyrst og fremst sýnir rannsóknin þó fram á að munur milli skóla er ekki afgerandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þriggja ára áætlun skapar 4.000 störf

Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig.

Innlent
Fréttamynd

Obama tekur undir hugmyndir Hollandes

Barack Obama Bandaríkjaforseti tekur undir hugmyndir Francois Hollande Frakklandsforseta um að nú þurfi ríki heims að einbeita sér að hagvextinum frekar en að horfa eingöngu á sparnað og aðhald í ríkisfjármálum.

Erlent
Fréttamynd

Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring

Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja.

Erlent
Fréttamynd

Eignir jukust um 462 milljónir

Hækkun á heimsmarkaðsverði á áli varð til þess að eignir HS Orku jukust um 462 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ástæðan er sú að hluti orkusölusamninga HS Orku er bundinn við sveiflur í heimsmarkaðsverðinu. Það hefur lækkað mjög skarpt frá því að það reis sem hæst um mitt ár 2008 og sú lækkun kostaði HS Orku um 1,5 milljarða króna á árinu 2011. Á síðustu misserum hefur það hins vegar verið að hækka á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Situr í varðhaldi og vill milljón frá ríkinu

Einar ‚Boom‘ Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Eftirlýstur í tólf ár í Kosta Ríka

Paul Watson, hinn umdeildi stofnandi Sea Shepherd samtakanna sem berjast gegn hvalveiðum, hefur verið handtekinn í Þýskalandi. Svo gæti farið að hann verði framseldur til Kosta Ríka en þar hefur hann verið eftirlýstur frá 2002 þegar samtökin stöðvuðu ólöglegar hákarlaveiðar. Hann gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir morðtilraun.

Erlent
Fréttamynd

Borgar bara undir tvo álfa af sjö

„Steinninn er 24 tonn!“ kallaði Arnar Kristjánsson úr krana sínum þegar búið var að hífa á loft bjarg allmikið við Litlu-kaffistofuna um klukkan hálftíu í gærmorgun. Eftir nokkuð baks við að koma klettinum fyrir á tengivagni vörubíls, var lagt af stað með hann í Landeyjahöfn rétt upp úr klukkan tíu. Þaðan fór steinninn og fylgdarlið með Herjólfi til Vestmannaeyja. Seinni partinn var steinninn kominn upp í garðinum hjá Árna Johnsen alþingismanni.

Innlent
Fréttamynd

Ráðuneytið segir Deloitte falsa tölur

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim.

Innlent
Fréttamynd

180 kindum fargað vegna vanfóðrunar

Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum.

Innlent
Fréttamynd

Búist við stýrivaxtahækkun í dag

Búist er við því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynni um stýrivaxtahækkun í dag. Verðbólga það sem af er ári hefur reynst meiri en spár bankans sögðu til um þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar hækkað vexti síðasta hálfa árið.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut

Starfsmenn Landsbankans hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut í bankanum. Virði þess hlutar er sem stendur um þrír milljarðar króna. Alls geta þeir eignast tveggja prósenta hlut ef valdar eignir sem hann innheimtir hækka enn meira í virði út þetta ár. Virði þeirra jókst um sex milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár, samkvæmt árshlutauppgjöri bankans sem birt var í lok síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimaey sigldi í höfn í Vestmannaeyjum í gær

Heimaey VE 1, glæsilegt uppsjávarveiðiskip Ísfélagsins í Vestmanneyjum, kom til heimahafnar í gær. Skipið hefur verið í smíðum í fimm ár, en smíði þess tafðist vegna náttúruhamfara í smíðalandinu Síle. Fjölmenni safnaðist saman í Friðarhöfn í Eyjum til að taka á móti hinu glæsilega skipi og áhöfn þess en það var Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, sem tók á móti landfestum þegar til hafnar var komið.

Innlent
Fréttamynd

Fólkið frætt í matjurtagarði

Grasagarðurinn í Laugardal býður nú í maí áhugafólki um matjurtarækt að líta við og fræðast um sáningu, útplöntun og umhirðu matjurta. Þar er að mestu búið að stinga upp og jarðvegsbæta garðinn eftir því sem þörf krefur.

Innlent
Fréttamynd

Ríkiskaup semja um flugferðir

Ríkiskaup hafa gert nýjan samning við Flugfélag Íslands um afsláttarkjör á flugsætum innanlands. Allar opinberar stofnanir munu njóta að lágmarki 20 prósenta afsláttar af fullu verði sé greitt með svokölluðu Flugkorti Flugfélags Íslands. Þær stofnanir sem ekki eru með Flugkort þurfa að sækja um slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingastofnun fái fjármagn

Innanríkisráðuneytið leggur til að fjárframlög til Útlendingastofnunar verði aukin svo hægt verði að flýta málsmeðferð hælisleitenda hér á landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri stunda vændi

Fjöldi erlendra vændiskvenna í Kaupmannahöfn tvöfaldaðist frá 2009 til 2011. þetta er mat lögreglunnar og hjálparsamtakanna Reden International, að því er metroXpress greinir frá. Flestar konurnar eru frá Rúmeníu og Nígeríu og er talið að flestar þeirra hafi verið blekktar til vændis.

Erlent