Viðskipti innlent

Leiguverð fer enn hækkandi

Vesturbærinn Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er hæst á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar.
 Fréttablaðið/GVA
Vesturbærinn Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er hæst á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar. Fréttablaðið/GVA
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent á milli apríl og maí. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,6 prósent og um 10,1 prósent síðasta árið.

Vísitala leiguverðs er tekin saman af Þjóðskrá og sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs á leigumarkaði.

Sem fyrr er meðalleiguverð hæst í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, og á Seltjarnarnesi. Á höfuðborgarsvæðinu er það hins vegar lægst í Kópavogi.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×