Situr í varðhaldi og vill milljón frá ríkinu 16. maí 2012 10:30 Einar Marteinsson Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent