Fréttir

Fréttamynd

Skýrsla um Grímseyjarferju reiðarslag

Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup á Grímseyjarferju er reiðarslag, segir Kristján Möller samgönguráðherra. Hann rekur framúrkeyrsluna meðal annars mega rekja til skipaverkfræðings sem Vegagerðin fékk ráðgjöf hjá.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun við opnun viðskipta

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59 prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 8.051 stigi. Þetta er í takt við gengi á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu í dag og í Bandaríkjunum í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækka í Evrópu en hækka í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við opnun viðskipta á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Þetta kemur í kjölfar lækkunar á markaði í Bandaríkjunum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar hækkaði hins vegar lítillega við lokun viðskipta í kauphöllinni í Japan. Flestar vísitölur hækkuðu í gær eftir skell á föstudag að bandaríska hlutabréfamarkaðnum undanskildum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitölur lækkuðu í Bandaríkjunum

Vísitölur lækkuðu lítillega á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir hækkun við upphaf viðskipta. Vísitölur í Evrópu hækkuðu sömuleiðis, þar á meðal Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands, sem hækkaði um 1,32 prósent og endaði í 8.099 stigum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kalashnikov riffillinn 60 ára

Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi.

Erlent
Fréttamynd

2 gíslum sleppt, 18 enn í haldi

Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan létu í dag tvær suður-kóreskar konur lausar úr gíslingu. 18 Suður-kóreumenn eru þó enn í haldi þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Blackstone þrefaldast

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group skilaði hagnaði upp á 774 milljónir bandaríkjadala, rétt tæplega 51 milljarð íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er þrefalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Fasteignafjárfestingarnar skiluðu langmestum hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkura

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um rúma 4,6 milljarða krónar á fyrri helmingi ársins samanborið við rétt rúman milljarð króna á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 338,7 prósentum á milli ára en hagnaður sparisjóðsins hefur aldrei verið meiri á einum árshelmingi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stigum á ný

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,34 prósent og fór í 8.100 stig skömmu eftir opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Vísitalan lækkaði um 3,47 prósent á föstudag og fór undir 8.000 stigin. Hún hafði ekki verið lægri síðan um miðjan maí í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kauphallarfulltrúar ræða málin

Fulltrúar norrænu kauphallarsamstæðunnar OMX og kauphallarinnar í Dubai ætla að funda í dag og ræða um hugsanlegt tilboð hinna síðastnefndu í meirihluta bréfa í OMX. Fréttastofa Associated Press segir geta stefnt í yfirtökubaráttu á milli kauphallarinnar í Dubai og bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq um OMX.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Útlán Íbúðalánasjóðs 6,3 milljarðar í júlí

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 6,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Af þeim voru 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru 5,7 milljarðar króna, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Meðallán var tæplega 9,4 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Víkingainnrásin sögð á enda

Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Forstjóri Baugs segir sókn félagsins á markaði í Bretlandi hvergi nærri lokið.

Innlent
Fréttamynd

Laun hækka og miðaverð líka

Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum.

Erlent
Fréttamynd

Snemmbúnum kosningum spáð í Bretlandi

Sterkar líkur eru taldar á því boðað verði til snemmbúinna þingkosninga í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn, undir forystu Gordons Browns, mælist nú með 10% meira fylgi en Íhaldsflokkurinn.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt eldflaugavarnarkerfi í Rússlandi

Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur leikmanna á Englandi útlendingar

Nær helmingur leikmanna sem spila í bresku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru útlendingar og nú þrýsta ráðherrar í Bretlandi á að heimamenn fái fleiri tækifæri í deildinni.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa sleppt 2 gíslum

Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan segjast hafa látið tvo Suður-Kóreumenn lausa úr gíslingu en halda enn átján eftir. Gíslarnir munu vera konur sem mannræningjarnir segja veikar.

Erlent
Fréttamynd

Kapphlaup um Norðurpólinn

Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi.

Erlent
Fréttamynd

Bergþór er Heimsmeistari í 250m skeiði á Lótus

Keppni í 250m skeiði var að ljúka á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi. Bergþór Eggertsson er Heimsmeistari á Lótus van Aldenghoor með tímann 21.55 en það er tíminn sem hann fékk í gær. Í öðru sæti er Sigursteinn Sumarliðason á Kolbein frá Þóroddsstöðum sem er þegar orðin heimsmeistari í gæðingaskeiði. Emelie Romland hafnaði í þriðja sæti á Mjölni frá Dalbæ með tímann 21.77.

Sport
Fréttamynd

Big Ben þegir í mánuð

Einn þekktasti klukkuturn heims, sjálfur Big Ben í Lundúnum, þagnaði klukkan átta í morgun. Bjöllurnar hringja ekki í heilan mánuð vegna viðhalds. Klukkan sjálf mun þó aðeins stöðvast í nokkrar klukkustundir í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ekki gin- og klaufaveiki á fjórða býlinu

Gin- og klaufaveiki greindist ekki að fjórða nautgripabúinu í Surrey á Suður-Englandi líkt og óttast var í gær. Búið stendur fyrir utan varnarsvæði sem markað var í kringum bú þar sem veikin greindist fyrst fyrir rúmri viku. Síðan þá hefur hún greinst á tveimur býlum til viðbótar innan varnarsvæðisins.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægar kosningar í Síerra Leóne

Íbúar í Afríkuríkinu Sierra Leóne kjósa sér þing og forseta í dag. 7 ár eru síðan blóðugri borgarastyrjöld lauk í landinu og óttast margir að aftur geti soðið upp úr. Því er talið mikilvægt að kosningarnar í dag fari vel fram og sátt náist um úrslit þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Vongóðir um að gíslar fái frelsi

Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan segjast vongóðir um að hægt verði að semja um lausn 21 Suður-Kóreumanns sem þeir hafa haldið í gíslingu í rúmar 3 vikur. Viðræður milli Talíbana og sendifulltrúa suðurkóreskra stjórnvalda hófust á skrifstofu Rauða hálfmánans í Ghansi í Mið-Afganistan í gær.

Erlent
Fréttamynd

Klippir snigla í tvennt

Spánarsniglarnir alræmdu hafa gert Dönum lífið leitt í sumar. Þeir éta allt sem að kjafti kemur og hafa gert garyrkjumenn gráhærða. Skaðvaldur segir ein dönsk kona og klippir skriðdýrin í sundur. Sniglar þessir hafa numið land á Íslandi en þurrkarnir hér hafa verið þeim erfiðir í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Verksviði SÞ í Írak breytt

Verksvið Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur verið víkkað að tillögu Breta og Bandaríkjamanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru andvígir því að þurfa að snúa aftur til Íraks en þaðan voru þeir flestir kallaðir eftir mannskæða sprengjuárás 2003.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að alheimskreppa skelli á

Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Marels 7,4 milljónir evra

Hagnaður matvælavinnsluvélafyrirtækisins Marel nam 7,4 milljónum evra, jafnvirði 670,8 milljónum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 797 þúsund evrur, 71,9 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkuð yfir væntingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil lækkun Úrvalsvísitölunnar

Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði hún í 7.993 stigum við lokun viðskipta. Viðlíka lækkun á vísitölunni hefur ekki sést síðan í byrjun apríl í fyrra en þá voru miklar hræringar á íslenskum hlutabréfamarkaði. Gengi bréfa í Evrópu hafa sömuleiðis lækkað mikið í dag. Lækkunin heldur áfram á bandarískum hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent