Erlent

Vongóðir um að gíslar fái frelsi

Guðjón Helgason skrifar

Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan segjast vongóðir um að hægt verði að semja um lausn 21 Suður-Kóreumanns sem þeir hafa haldið í gíslingu í rúmar 3 vikur. Viðræður milli Talíbana og sendifulltrúa suðurkóreskra stjórnvalda hófust á skrifstofu Rauða hálfmánans í Ghansi í Mið-Afganistan í gær.

Uppreisnarmennirnir hafa krafist þess að fangelsaðir Talíbanar verði látnir lausir í skiptum fyrir gíslana, ellegar verði þeir myrtir. 2 gíslar hafa þegar fallið fyrir hendi mannræningjanna.

Talsmaður uppreisnarmanna sagði í morgun að viðræðum miðaði vel áfram og hann sagðist eiga von á að gíslarnir yrðu látnir lausir. Hann vildi þó ekki greina nánar frá því hvað fengist í skiptum fyrir þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×