Kapphlaup um Norðurpólinn Guðjón Helgason skrifar 11. ágúst 2007 19:12 Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni. Erlent Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni.
Erlent Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira