Erlent

Big Ben þegir í mánuð

Guðjón Helgason skrifar

Einn þekktasti klukkuturn heims, sjálfur Big Ben í Lundúnum, þagnaði klukkan átta í morgun. Bjöllurnar hringja ekki í heilan mánuð vegna viðhalds.

Klukkan sjálf mun þó aðeins stöðvast í nokkrar klukkustundir í dag. Klukkuturninum verður nú komið í sem best horf áður en hundrað og fimmtíu ára afmæli hans verður fagnað árið 2009.

Big Ben er nefnd eftir Sir Benjamin Hall, sem hafði umsjón með klukkunni þegar henni var komið fyrir 1859.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×