Fréttir Lundur í minningu fórnarlamba Gróðurreitur til minningar um þá sem voru myrtir í Ósló og Útey 22. júlí 2011 verður í jaðri friðlandsins í Vatnsmýrinni; í nánd við Norræna húsið og Háskóla Íslands. Innlent 13.6.2012 22:20 Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. Innlent 13.6.2012 22:21 Minnst 65 látnir eftir árásirnar Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir röð sprengjuárása í nokkrum borgum og bæjum í Írak í gær. Árásirnar beindust að mestu að sjíta-múslimum sem minntust þess að átta ár voru liðin frá láti klerksins Imam Moussa al-Kadhim. Erlent 13.6.2012 22:21 Áttatíu taldir af Talið er að yfir áttatíu hafi látist í aurskriðu sem varð í kjölfar tveggja jarðskjálfta í norðurhluta Afganistans á mánudag. Hluti fjalls í Baghlan-héraði féll ofan á heilt þorp og gróf það. 24 hús voru í þorpinu og skriðan gróf 23 þeirra. Ólíklegt þykir að nokkur finnist á lífi úr þessu. Tvö lík hafa fundist til þessa. Erlent 13.6.2012 22:21 Boðar sölu á Landsbankahlut í ár Til stendur að hefja sölu á hlut ríkisins að því er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttastofuna Reuters. Salan er ekki að öllu í samræmi við framtíðarstefnu Bankasýslu ríkisins frá í mars síðastliðnum, þar sem segir að stofnunin geri ekki ráð fyrir því að leggja til að sala eignarhluta í Arion banka og Landsbankanum geti hafist fyrr en á næsta ári. Innlent 13.6.2012 22:20 Bretar virðast á móti reglum Ráðamenn í Bretlandi virðast hafa reynt markvisst að veikja eða koma í veg fyrir setningu sam-evrópskra reglugerða til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það sýna skjöl sem lekið hefur verið og breska blaðið Guardian segir frá. Erlent 11.6.2012 21:46 Sigu með lamb úr Kaplagjótu Tveir ungir björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum komu lambi til bjargar síðdegis í gær. Lambið var í sjálfheldu í Kaplagjótu í Herjólfsdal. Innlent 11.6.2012 21:47 Myndir af forseta teknar niður Utanríkisráðuneytið hefur sent sendiráðum Íslands erlendis ábendingu um að þess sé gætt að myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hangi ekki uppi á kjörstað í sendiráðum og á ræðismannsskrifstofum. Innlent 11.6.2012 21:46 Misskilningur olli leyfisleysi auglýsinga Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. Innlent 11.6.2012 21:46 Skuld við Seðlabanka eykur kostnað ríkisins SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. Viðskipti innlent 11.6.2012 21:46 Alda hnakkastulda ríður yfir Suðurland Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Innlent 11.6.2012 21:46 Ódýrara verður að nota farsíma Síminn og Vodafone munu lækka reikiverð innan Evrópu um næstu mánaðamót. Innlent 11.6.2012 21:46 Kanna viðhorf til mismunandi kosningakerfa Hugur íslenskra netnotenda til forsetaframbjóðenda er kannaður á nýrri kosningasíðu. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Indriði H. Indriðason standa fyrir vefsíðunni. Innlent 11.6.2012 21:47 Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Viðskipti innlent 11.6.2012 21:46 Ari Trausti segist vilja vera ópólitískur forseti Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Innlent 11.6.2012 21:46 Dýpkunarskip fór síðast í apríl Siglingastofnun býst við að Landeyjahöfn verði opin í allt sumar og að ekki þurfi að dýpka hana að ráði. Höfnin hefur verið opin síðan í apríl og þá fór dýpkunarskip þar síðast um. Innlent 11.6.2012 21:47 Vinni reglubundið samræmda húsnæðisáætlun Velferðarráðuneytið ætti að gera samræmda húsnæðisáætlun fyrir Ísland á fjögurra ára fresti hið minnsta. Í slíkri áætlun þyrfti að meta framboð íbúðarhúsnæðis samkvæmt skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Þá þurfi áætlanir fyrir einstaka landshluta að vera í samræmi við líklega fólksfjöldaþróun, áætlaða atvinnuuppbyggingu og fleira sem líklegt er til að hafa áhrif á húsnæðisuppbyggingu. Innlent 11.6.2012 21:46 Dregið úr dýravernd í frumvarpi Dýralæknafélag Íslands mótmælir harðlega þeim breytingum sem gerðar voru í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á tillögum nefndar til lagafrumvarps um dýravelferð. Innlent 11.6.2012 21:47 Leitast við að draga úr áhættu lÁhersla er lögð á mataræði og næringarefni sem stuðla að því að draga úr áhættu á næringartengdum sjúkdómum í nýjum tillögum að Norrænu næringarráðleggingunum 2012 (NNR). Innlent 11.6.2012 21:47 Lækkun á mörkuðum í lok dags Neyðarlán Spánverja frá Evrópusambandinu hefur veitt bæði Spáni og evrusvæðinu öllu aukinn tíma til að takast á við vandamálin sem steðja að. Þetta sögðu spænskir fjölmiðlar í gær, en jafnframt sögðu þeir flestir að neyðarlánið væri aðeins fyrsta skrefið í endurbyggingu hagkerfisins í landinu. Erlent 11.6.2012 21:47 Karadzic vill frávísun í Haag Radovan Karadzic, sem var leiðtogi Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, krefst þess að máli á hendur honum verði vísað frá. Hann er ákærður fyrir þjóðarmorð og ýmsa aðra stríðsglæpi fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Erlent 11.6.2012 21:46 Stuðningur við evruna eykst Svíum sem vilja taka upp evruna hefur fjölgað frá því í nóvember, samkvæmt nýrri könnun Statistiska centralbyrån. Nær átta af hverjum tíu Svíum myndu greiða atkvæði gegn evrunni ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag. 14 prósent myndu segja já. Erlent 11.6.2012 21:46 Alvarlegar áhyggjur af ástandi í Sýrlandi Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Erlent 11.6.2012 21:46 SÞ kalla heim frá Mjanmar Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Rakhine-héraði í Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, hefur verið kallað heim. Átök hafa blossað upp á milli búddatrúarmanna og múslíma á svæðinu. Erlent 11.6.2012 21:46 Öllum frambjóðendum boðið Vegna ákvörðunar Þóru Arnórsdóttur um að mæta ekki Ólafi Ragnari Grímssyni ein í kappræðum í Hörpu á morgun, hefur verið tekin ákvörðun á fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis að bjóða öllum frambjóðendum í beina útsendingu á Stöð 2 og Vísir.is sem hefst klukkan 18:55 á morgun. Innlent 2.6.2012 14:24 19 milljónir í ESB umfjöllun EvrópumálAlþingi hefur úthlutað styrkjum að upphæð 19 milljónir króna til að stuðla að „opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu" um ESB. Styrkjum er skipt jafnt milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga. Viðskipti innlent 1.6.2012 21:47 Milljarðatugir fólgnir í þara Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Innlent 30.5.2012 22:00 Glitnir stefnir tugum og vill tuttugu milljarða króna Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Viðskipti innlent 29.5.2012 22:15 Fær loks afhent Nóbelsverðlaun Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, er lögð af stað í heimsreisu. Hún hefur verið í stofufangelsi meira og minna í tvo áratugi. Í næsta mánuði fer hún meðal annars til Noregs þar sem hún tekur loks formlega á móti friðar-verðlaunum Nóbels sem henni voru veitt árið 1991. Erlent 29.5.2012 22:15 Oft auðvelt að brjótast inn Oft er auðvelt fyrir þá sem kunna til að brjótast inn í tölvukerfi sem stýra eftirlitsmyndavélum. Þannig má nálgast upptökur úr vélunum og dreifa þeim, eða stöðva upptökur tímabundið, að því er fram kemur í nýjasta eintaki Vírsins, fréttabréfi áhættuþjónustu Deloitte. Innlent 18.5.2012 22:41 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 334 ›
Lundur í minningu fórnarlamba Gróðurreitur til minningar um þá sem voru myrtir í Ósló og Útey 22. júlí 2011 verður í jaðri friðlandsins í Vatnsmýrinni; í nánd við Norræna húsið og Háskóla Íslands. Innlent 13.6.2012 22:20
Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. Innlent 13.6.2012 22:21
Minnst 65 látnir eftir árásirnar Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir röð sprengjuárása í nokkrum borgum og bæjum í Írak í gær. Árásirnar beindust að mestu að sjíta-múslimum sem minntust þess að átta ár voru liðin frá láti klerksins Imam Moussa al-Kadhim. Erlent 13.6.2012 22:21
Áttatíu taldir af Talið er að yfir áttatíu hafi látist í aurskriðu sem varð í kjölfar tveggja jarðskjálfta í norðurhluta Afganistans á mánudag. Hluti fjalls í Baghlan-héraði féll ofan á heilt þorp og gróf það. 24 hús voru í þorpinu og skriðan gróf 23 þeirra. Ólíklegt þykir að nokkur finnist á lífi úr þessu. Tvö lík hafa fundist til þessa. Erlent 13.6.2012 22:21
Boðar sölu á Landsbankahlut í ár Til stendur að hefja sölu á hlut ríkisins að því er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttastofuna Reuters. Salan er ekki að öllu í samræmi við framtíðarstefnu Bankasýslu ríkisins frá í mars síðastliðnum, þar sem segir að stofnunin geri ekki ráð fyrir því að leggja til að sala eignarhluta í Arion banka og Landsbankanum geti hafist fyrr en á næsta ári. Innlent 13.6.2012 22:20
Bretar virðast á móti reglum Ráðamenn í Bretlandi virðast hafa reynt markvisst að veikja eða koma í veg fyrir setningu sam-evrópskra reglugerða til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það sýna skjöl sem lekið hefur verið og breska blaðið Guardian segir frá. Erlent 11.6.2012 21:46
Sigu með lamb úr Kaplagjótu Tveir ungir björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum komu lambi til bjargar síðdegis í gær. Lambið var í sjálfheldu í Kaplagjótu í Herjólfsdal. Innlent 11.6.2012 21:47
Myndir af forseta teknar niður Utanríkisráðuneytið hefur sent sendiráðum Íslands erlendis ábendingu um að þess sé gætt að myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hangi ekki uppi á kjörstað í sendiráðum og á ræðismannsskrifstofum. Innlent 11.6.2012 21:46
Misskilningur olli leyfisleysi auglýsinga Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. Innlent 11.6.2012 21:46
Skuld við Seðlabanka eykur kostnað ríkisins SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. Viðskipti innlent 11.6.2012 21:46
Alda hnakkastulda ríður yfir Suðurland Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Innlent 11.6.2012 21:46
Ódýrara verður að nota farsíma Síminn og Vodafone munu lækka reikiverð innan Evrópu um næstu mánaðamót. Innlent 11.6.2012 21:46
Kanna viðhorf til mismunandi kosningakerfa Hugur íslenskra netnotenda til forsetaframbjóðenda er kannaður á nýrri kosningasíðu. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Indriði H. Indriðason standa fyrir vefsíðunni. Innlent 11.6.2012 21:47
Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Viðskipti innlent 11.6.2012 21:46
Ari Trausti segist vilja vera ópólitískur forseti Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Innlent 11.6.2012 21:46
Dýpkunarskip fór síðast í apríl Siglingastofnun býst við að Landeyjahöfn verði opin í allt sumar og að ekki þurfi að dýpka hana að ráði. Höfnin hefur verið opin síðan í apríl og þá fór dýpkunarskip þar síðast um. Innlent 11.6.2012 21:47
Vinni reglubundið samræmda húsnæðisáætlun Velferðarráðuneytið ætti að gera samræmda húsnæðisáætlun fyrir Ísland á fjögurra ára fresti hið minnsta. Í slíkri áætlun þyrfti að meta framboð íbúðarhúsnæðis samkvæmt skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Þá þurfi áætlanir fyrir einstaka landshluta að vera í samræmi við líklega fólksfjöldaþróun, áætlaða atvinnuuppbyggingu og fleira sem líklegt er til að hafa áhrif á húsnæðisuppbyggingu. Innlent 11.6.2012 21:46
Dregið úr dýravernd í frumvarpi Dýralæknafélag Íslands mótmælir harðlega þeim breytingum sem gerðar voru í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á tillögum nefndar til lagafrumvarps um dýravelferð. Innlent 11.6.2012 21:47
Leitast við að draga úr áhættu lÁhersla er lögð á mataræði og næringarefni sem stuðla að því að draga úr áhættu á næringartengdum sjúkdómum í nýjum tillögum að Norrænu næringarráðleggingunum 2012 (NNR). Innlent 11.6.2012 21:47
Lækkun á mörkuðum í lok dags Neyðarlán Spánverja frá Evrópusambandinu hefur veitt bæði Spáni og evrusvæðinu öllu aukinn tíma til að takast á við vandamálin sem steðja að. Þetta sögðu spænskir fjölmiðlar í gær, en jafnframt sögðu þeir flestir að neyðarlánið væri aðeins fyrsta skrefið í endurbyggingu hagkerfisins í landinu. Erlent 11.6.2012 21:47
Karadzic vill frávísun í Haag Radovan Karadzic, sem var leiðtogi Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, krefst þess að máli á hendur honum verði vísað frá. Hann er ákærður fyrir þjóðarmorð og ýmsa aðra stríðsglæpi fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Erlent 11.6.2012 21:46
Stuðningur við evruna eykst Svíum sem vilja taka upp evruna hefur fjölgað frá því í nóvember, samkvæmt nýrri könnun Statistiska centralbyrån. Nær átta af hverjum tíu Svíum myndu greiða atkvæði gegn evrunni ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag. 14 prósent myndu segja já. Erlent 11.6.2012 21:46
Alvarlegar áhyggjur af ástandi í Sýrlandi Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Erlent 11.6.2012 21:46
SÞ kalla heim frá Mjanmar Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Rakhine-héraði í Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, hefur verið kallað heim. Átök hafa blossað upp á milli búddatrúarmanna og múslíma á svæðinu. Erlent 11.6.2012 21:46
Öllum frambjóðendum boðið Vegna ákvörðunar Þóru Arnórsdóttur um að mæta ekki Ólafi Ragnari Grímssyni ein í kappræðum í Hörpu á morgun, hefur verið tekin ákvörðun á fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis að bjóða öllum frambjóðendum í beina útsendingu á Stöð 2 og Vísir.is sem hefst klukkan 18:55 á morgun. Innlent 2.6.2012 14:24
19 milljónir í ESB umfjöllun EvrópumálAlþingi hefur úthlutað styrkjum að upphæð 19 milljónir króna til að stuðla að „opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu" um ESB. Styrkjum er skipt jafnt milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga. Viðskipti innlent 1.6.2012 21:47
Milljarðatugir fólgnir í þara Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Innlent 30.5.2012 22:00
Glitnir stefnir tugum og vill tuttugu milljarða króna Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Viðskipti innlent 29.5.2012 22:15
Fær loks afhent Nóbelsverðlaun Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, er lögð af stað í heimsreisu. Hún hefur verið í stofufangelsi meira og minna í tvo áratugi. Í næsta mánuði fer hún meðal annars til Noregs þar sem hún tekur loks formlega á móti friðar-verðlaunum Nóbels sem henni voru veitt árið 1991. Erlent 29.5.2012 22:15
Oft auðvelt að brjótast inn Oft er auðvelt fyrir þá sem kunna til að brjótast inn í tölvukerfi sem stýra eftirlitsmyndavélum. Þannig má nálgast upptökur úr vélunum og dreifa þeim, eða stöðva upptökur tímabundið, að því er fram kemur í nýjasta eintaki Vírsins, fréttabréfi áhættuþjónustu Deloitte. Innlent 18.5.2012 22:41
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent