Alvarlegar áhyggjur af ástandi í Sýrlandi 12. júní 2012 00:30 sprengjuregn í homs Þessi mynd er skjáskot úr myndbandi sem var birt á netinu í gær og sýnir mikinn fjölda sprenginga í borginni Homs. fréttablaðið/ap Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa hafið nýjar árásir á borgina Homs og var sprengjum varpað á borgina í gríð og erg í gær. Þá var ráðist á bæinn al-Haffa af miklum krafti úr lofti, en stjórnvöld eru sögð farin að nota þyrlur í auknum mæli eftir að hafa orðið fyrir mannfalli á jörðu niðri. 29 eru sagðir hafa látið lífið í al-Haffa síðustu daga, allir nema þrír voru almennir borgarar. Bæði í al-Haffa og Homs er mikill fjöldi almennra borgara fastur á heimili sínu vegna árásanna. Þá bárust fréttir af árásum í borginni Douma, auk þess sem fjöldi manna var handtekinn þar um helgina. Uppreisnarmenn segja að fólk hafi verið notað sem mannlegir skildir í árásunum. Annan sagði í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu færi vaxandi með auknum átökum stjórnvalda og uppreisnarmanna. Báðar fylkingar hafa undanfarnar vikur hunsað friðaráætlun Annans, sem átti að taka gildi þann 12. apríl. Hann krefst þess að gripið verði til allra mögulegra aðgerða til að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða látist í átökunum. Þá krafðist hann þess að stjórnvöld hleyptu eftirlitsmönnum SÞ inn í al-Haffa. Uppreisnarmennirnir í þjóðarráði Sýrlands kusu sér nýjan leiðtoga um helgina. Abdul Basit Sieda varð fyrir valinu, en hann er Kúrdi og býr í Svíþjóð. Sieda kallaði eftir því að yfirvöld í Sýrlandi, Rússlandi og Kína hugsuðu vandlega um ástandið vegna þess að stöðugleiki svæðisins og heimins alls væri í húfi. „Við viljum hvetja þau til að styðja sýrlensku þjóðina." Rússar og Kínverjar hafa komið í veg fyrir harðorðar ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um helgina sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Ástandið þar væri farið að líkjast ástandinu í aðdraganda Bosníustríðsins á tíunda áratug síðustu aldar. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa hafið nýjar árásir á borgina Homs og var sprengjum varpað á borgina í gríð og erg í gær. Þá var ráðist á bæinn al-Haffa af miklum krafti úr lofti, en stjórnvöld eru sögð farin að nota þyrlur í auknum mæli eftir að hafa orðið fyrir mannfalli á jörðu niðri. 29 eru sagðir hafa látið lífið í al-Haffa síðustu daga, allir nema þrír voru almennir borgarar. Bæði í al-Haffa og Homs er mikill fjöldi almennra borgara fastur á heimili sínu vegna árásanna. Þá bárust fréttir af árásum í borginni Douma, auk þess sem fjöldi manna var handtekinn þar um helgina. Uppreisnarmenn segja að fólk hafi verið notað sem mannlegir skildir í árásunum. Annan sagði í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu færi vaxandi með auknum átökum stjórnvalda og uppreisnarmanna. Báðar fylkingar hafa undanfarnar vikur hunsað friðaráætlun Annans, sem átti að taka gildi þann 12. apríl. Hann krefst þess að gripið verði til allra mögulegra aðgerða til að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða látist í átökunum. Þá krafðist hann þess að stjórnvöld hleyptu eftirlitsmönnum SÞ inn í al-Haffa. Uppreisnarmennirnir í þjóðarráði Sýrlands kusu sér nýjan leiðtoga um helgina. Abdul Basit Sieda varð fyrir valinu, en hann er Kúrdi og býr í Svíþjóð. Sieda kallaði eftir því að yfirvöld í Sýrlandi, Rússlandi og Kína hugsuðu vandlega um ástandið vegna þess að stöðugleiki svæðisins og heimins alls væri í húfi. „Við viljum hvetja þau til að styðja sýrlensku þjóðina." Rússar og Kínverjar hafa komið í veg fyrir harðorðar ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um helgina sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Ástandið þar væri farið að líkjast ástandinu í aðdraganda Bosníustríðsins á tíunda áratug síðustu aldar. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent