Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig 12. júní 2012 06:15 mannlíf Íslendingar greiða átta milljörðum krónum meira í tekjuskatt á fyrsta ársfjórðungi 2012 en fyrsta ársfjórðungi 2011. Launakostnaður ríkisins hefur hækkað um rúma fimm milljarða.fréttablaðið/anton Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Þetta má sjá í tölum frá Hagstofu Íslands. Tekjuhallinn nam 1,9 prósentum af landsframleiðslu ársfjórðungsins, eða 4,6 prósentum af tekjum hins opinbera. Heildartekjur ríkisins jukust um rúm 11 prósent á milli ára, úr 160,8 milljörðum í 178,7. Það skýrist helst af átta milljarða króna aukningu í tekjusköttum, fjögurra milljarða aukningu í vöru- og þjónustusköttum og tveggja milljarða aukningu í rekstrartekjum. Útgjöld ríkisins hækkuðu hins vegar um 8,2 prósent á sama tíma, fóru úr 172,6 milljörðum í 186,7. Hækkunin skýrist aðallega af hærri launakostnaði sem nemur rúmum fimm milljörðum, 3,3 milljarða króna hækkun í kaupum á vöru og þjónustu, þriggja milljarða hækkun á vaxtakostnaði og 2,2 milljarða hækkun á félagslegum tilfærslum til heimila. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar sýna að þróunin sé í þá átt sem stefnt var að. Ekkert í þessum tölum bendi til annars en áætlanir um jöfnuð í ríkisfjármálum séu byggðar á lofti. „Hugmyndin var að ná niður hallanum beggja vegna frá," segir hann, og vísar til aukinna tekna og lægri útgjalda. „Útgjöldin hækka hins vegar að hluta til í takt við verðbólguna. Það þarf að láta tekjurnar hækka meira en útgjöldin." Þá hafi launaútgjöld hækkað mjög mikið, en því hafi aðilar kjarasamninga stjórnað á sínum tíma. Þórólfur segir stefna í rétta átt og ástandið sé mun betra hér en sjáist víða annars staðar. Það hái Íslandi einnig að þurfa að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð, en það fylgi því að vera með eigin gjaldmiðil. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Þetta má sjá í tölum frá Hagstofu Íslands. Tekjuhallinn nam 1,9 prósentum af landsframleiðslu ársfjórðungsins, eða 4,6 prósentum af tekjum hins opinbera. Heildartekjur ríkisins jukust um rúm 11 prósent á milli ára, úr 160,8 milljörðum í 178,7. Það skýrist helst af átta milljarða króna aukningu í tekjusköttum, fjögurra milljarða aukningu í vöru- og þjónustusköttum og tveggja milljarða aukningu í rekstrartekjum. Útgjöld ríkisins hækkuðu hins vegar um 8,2 prósent á sama tíma, fóru úr 172,6 milljörðum í 186,7. Hækkunin skýrist aðallega af hærri launakostnaði sem nemur rúmum fimm milljörðum, 3,3 milljarða króna hækkun í kaupum á vöru og þjónustu, þriggja milljarða hækkun á vaxtakostnaði og 2,2 milljarða hækkun á félagslegum tilfærslum til heimila. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar sýna að þróunin sé í þá átt sem stefnt var að. Ekkert í þessum tölum bendi til annars en áætlanir um jöfnuð í ríkisfjármálum séu byggðar á lofti. „Hugmyndin var að ná niður hallanum beggja vegna frá," segir hann, og vísar til aukinna tekna og lægri útgjalda. „Útgjöldin hækka hins vegar að hluta til í takt við verðbólguna. Það þarf að láta tekjurnar hækka meira en útgjöldin." Þá hafi launaútgjöld hækkað mjög mikið, en því hafi aðilar kjarasamninga stjórnað á sínum tíma. Þórólfur segir stefna í rétta átt og ástandið sé mun betra hér en sjáist víða annars staðar. Það hái Íslandi einnig að þurfa að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð, en það fylgi því að vera með eigin gjaldmiðil. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira