Fréttamaður

Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar

Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook.

Fær ekki krónu eftir árekstur við kanínu

Hjólreiðamaðurinn Hlöðver Bernharður Jökulsson hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja bætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyss sem varð er Hlöðver hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum og slasaðist nokkuð. Óhappatilvik var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera.

Ekki brotleg vegna orðalags um „skæruliðadeildina“

Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands hefur úrskurðað að Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður RÚV, og fréttastofa RÚV, hafi ekki brotið gegn siðareglum félagsins vegna orðalags um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja í frétt á vef RÚV.

Ekki bjartsýnn á að sættir náist

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð.

„Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn.

Sjá meira