Ný Iphone-tækni ruglar rússíbanaferð saman við bílslys Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 22:57 Það gæti verið nóg að gera hjá 911 í Bandaríkjunum ef allir þessir rússíbanagestir eru með nýjustu gerð Iphone-síma. Paul Broben/Getty Images Svo virðist sem að ný tækni sem kynnt var til sögunnar með nýjustu gerð Iphone-síma bandaríska tæknirisans Apple geti ruglað rússíbanaferð saman við bílslys. Minnst sex dæmi er um að sjálfvirkt kerfi nýjustu gerðar Iphone-síma Apple hafi hringt í bandarísku neyðarlínuna þar sem kerfið ruglar saman rússíbanaferð eigandans við bílslys. Stutt er síðan Apple kynnti Iphone 14 til leiks. Á meðal nýjunga símans er sjálfvirkt kerfi sem á að nema hvort að eigandi símans hafi lent í bílslysi. Er kerfið hannað til að hringja sjálft í 911, bandarísku neyðarlínuna. Kerfið virkar þannig að þegar það nemur óeðlilegar hreyfingar kemur upp viðvörun á símann í tuttugu sekúndur, auk þess sem að nokkuð hátt viðvörunarhljóð reynist. Hafi eigandinn ekki lent í bílslysi hefur hann því glugga til að koma í veg fyrir að síminn hringi í neyðarlínuna. Óvænt vandamál þessu tengt er hins vegar komið upp í skemmtigörðum víðs vegar um Bandaríkin. Þannig virðast snöggar og óvæntar hreyfingar rússíbana kveikja á kerfinu. Þannig kemur fram í frétt Wall Street Journal að miðstöð Neyðarlínunnar í Warren-sýslu Ohio-ríkis hafi fengið minnst sex símtöl frá sjáfvirku kerfi Iphone-síma frá Kings Island skemmtigarðinum. Sjá má dæmi um eitt af þessum símtölum í tístinu hér að neðan: Since the iPhone 14 went on sale, the 911 dispatch center near Kings Island amusement park has received at least six phones calls saying: “The owner of this iPhone was in a severe car crash...”Except, the owner was just on a roller coaster.🆕 by me: https://t.co/hp1fHZBIf6 pic.twitter.com/i0lZPoWzGz— Joanna Stern (@JoannaStern) October 9, 2022 Þá kemur einnig fram að svipaða sögu sé að segja frá skemmtigarðinum Six Flags Great America í grennd við Chicago. Svo virðist sem að eigendurnir verði ekki varir við viðvörunina frá símanum, enda ef til vill með hugann við eitthvað annað en símann í miðri rússíbanaferð. Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Minnst sex dæmi er um að sjálfvirkt kerfi nýjustu gerðar Iphone-síma Apple hafi hringt í bandarísku neyðarlínuna þar sem kerfið ruglar saman rússíbanaferð eigandans við bílslys. Stutt er síðan Apple kynnti Iphone 14 til leiks. Á meðal nýjunga símans er sjálfvirkt kerfi sem á að nema hvort að eigandi símans hafi lent í bílslysi. Er kerfið hannað til að hringja sjálft í 911, bandarísku neyðarlínuna. Kerfið virkar þannig að þegar það nemur óeðlilegar hreyfingar kemur upp viðvörun á símann í tuttugu sekúndur, auk þess sem að nokkuð hátt viðvörunarhljóð reynist. Hafi eigandinn ekki lent í bílslysi hefur hann því glugga til að koma í veg fyrir að síminn hringi í neyðarlínuna. Óvænt vandamál þessu tengt er hins vegar komið upp í skemmtigörðum víðs vegar um Bandaríkin. Þannig virðast snöggar og óvæntar hreyfingar rússíbana kveikja á kerfinu. Þannig kemur fram í frétt Wall Street Journal að miðstöð Neyðarlínunnar í Warren-sýslu Ohio-ríkis hafi fengið minnst sex símtöl frá sjáfvirku kerfi Iphone-síma frá Kings Island skemmtigarðinum. Sjá má dæmi um eitt af þessum símtölum í tístinu hér að neðan: Since the iPhone 14 went on sale, the 911 dispatch center near Kings Island amusement park has received at least six phones calls saying: “The owner of this iPhone was in a severe car crash...”Except, the owner was just on a roller coaster.🆕 by me: https://t.co/hp1fHZBIf6 pic.twitter.com/i0lZPoWzGz— Joanna Stern (@JoannaStern) October 9, 2022 Þá kemur einnig fram að svipaða sögu sé að segja frá skemmtigarðinum Six Flags Great America í grennd við Chicago. Svo virðist sem að eigendurnir verði ekki varir við viðvörunina frá símanum, enda ef til vill með hugann við eitthvað annað en símann í miðri rússíbanaferð.
Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira