Seðlabankinn merkir aukna fylgni milli innlendra og erlendra hlutabréfa Á undanförnum árum hefur fylgnin á milli verðs innlendra og erlenda hlutabréfa farið vaxandi. Tengsl innlendrar og alþjóðlegrar hagsveiflu hefur aukist á tímabilinu og umhverfi fjárfesta um allan heim hefur þróast með svipuðum hætti vegna keimlíkra viðbragða stjórnvalda við farsóttinni og vaxandi verðbólgu. 3.6.2022 13:32
BBA//Fjeldco varar við frumvarpi sem girðir fyrir erlenda fjárfestingu Erlend fjárfesting mun dragast saman ef lagafrumvarp, sem gerir það að verkum að margir af stærstu hlutabréfafjárfestum heims geta ekki fjárfest í íslensku atvinnulífi, verður samþykkt í óbreyttri mynd. Þetta kemur fram í umsögn Einars Baldvins Árnasonar, meðeiganda lögmannastofunnar BBA//Fjeldco, um frumvarp til breytingar á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. 2.6.2022 12:50
Afskiptasami ráðherrann og löngunin til að handstýra hagkerfinu Hið undarlega hlutverk hagfræðinnar, skrifaði nóbelsverðlaunahafinn Friedrich A. Hayek í lauslegri þýðingu undirritaðs, er að varpa ljósi á hversu lítið menn vita í raun um það sem þeir ímynda sér að geta hannað. 1.6.2022 10:00
SAF reyndi að siga Samkeppniseftirlitinu á veiðifélög Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem féllst ekki á að beiðni samtakanna um að settar yrðu kvaðir á veiðifélög vegna útleigu veiðihúsa. 31.5.2022 14:01
Fyrsta fjármögnunin í íslenskum rafíþróttum gengin í gegn Rafíþróttafélagið Dusty gekk í síðustu viku frá sinni fyrstu hlutafjáraukningu og er hún jafnframt fyrsta hlutafjáraukningin í rafíþróttum á Íslandi. Dusty, sem hefur hingað til verið fjármagnað með eigin rekstri og stofnframlögum eiganda, fékk 30 milljóna króna innspýtingu frá fjárfestingafélaginu Umbrella ehf. sem verðmetur rafíþróttafélagið á 150 milljónir króna. 30.5.2022 09:05
Forstjóri Kviku selur bréf í bankanum fyrir nærri 70 milljónir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, seldi hlutabréf í Kviku í dag fyrir nærri 70 milljónir samkvæmt tilkynningu sem var send til Kauphallarinnar. Seldi hann 3,3 milljónir hluta á genginu 20,4. 27.5.2022 15:18
Nærri 20 prósenta samdráttur hjá Medis Rekstrartekjur Medis, sem er dótturfélag lyfjarisans Teva Pharmaceutical Industries, námu 191 milljón evra á síðasta ári, jafnvirði 26,4 milljarða króna, og drógust þær saman um rúmlega 19 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins. 27.5.2022 13:00
Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja. 25.5.2022 15:18
Tekjur Arctic Adventures jukust um 50 prósent milli ára Rekstrartekjur Arctic Adventures, sem er stærsta afþreyingarfyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu, námu rúmlega 2,3 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 50 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins. 25.5.2022 11:59
SaltPay missti stóra kúnna og mikla hlutdeild til keppinauta Stórir samningar um færsluhirðingu, meðal annars við smásölurisann Festi, færðust frá SaltPay til keppinautanna Valitor og Rapyd á seinni hluta síðasta árs. Sú staðreynd að markaðshlutdeild SaltPay hefur legið niður á við í samfellt þrjú ár var ein ástæða fyrir því að Samkeppniseftirlitið taldi samruna keppinautanna skaðlegan samkeppni án sérstakra skilyrða. 24.5.2022 16:07