Kvika fær fjórðung af markaðinum fyrir hverfandi litla greiðslu Kvika banki greiðir hverfandi litla upphæð fyrir safn viðskiptasamninga, sem saman mynda um 25 prósenta hlutdeild á markaðinum fyrir færsluhirðingu hér á landi. Þetta má lesa úr tilkynningum Kviku og Samkeppniseftirlitsins sem voru sendar út í gær í tengslum við samþykki eftirlitsins á kaupum Rapyd á Valitor, dótturfélagi Arion banka. 24.5.2022 06:01
SKE heimilar kaup Rapyd á Valitor Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sölu Arion banka á færsluhirðinum Valitor til Rapyd með því skilyrði að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka. Arion hefur jafnframt óskað eftir heimild til að hrinda 10 milljarða króna endurkaupaáætlun í framkvæmd. 23.5.2022 09:29
Hersir hverfur frá úttekt á útboði ÍSB eftir ábendingu um „læk“ Hersis Sigurgeirsson, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi fyrir Seðlabanka Íslands, hefur látið af störfum sem ráðgjafi við úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka eftir að Bankasýslan gerði athugasemd við að hann hefði „lækað“ við færslu á Facebook sem varðaði útboðið. 20.5.2022 11:32
Afskræming bankasölunnar Einhvers konar stundarbrjálæði hafði gripið um sig. Forsíður vefmiðla voru undirlagðar af fréttum um að hinir og þessir hefðu fengið að kaupa Íslandsbanka á undirverði, og gífuryrðum um spillingu. Það heyrðust jafnvel háværar kröfur um að sölunni skyldi rift. 20.5.2022 09:58
Formaður Birtu segir haghafa vilja stýra sjóðnum úr fjarlægð Pálmar Óli Magnússon, stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs, segir að á síðasta ári hafi sumir haghafar viljað stýra lífeyrissjóðnum úr fjarlægð. Mikilvægt sé að leyfa þeim sem hafa umboð til ákvarðana að stýra eignum sjóðsins milli ársfunda. 19.5.2022 13:30
Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19.5.2022 08:01
Alfa framtak bætti við hlut sinn í Nox og hækkaði verðmatið Framtakssjóðastýringin Alfa framtak verðmetur Nox Holding, sem heldur á um 76 prósenta hlut í heilsutæknisamstæðunni Nox Health, á nærri 12 milljarða króna og hækkaði verðmatið töluvert milli ára. Þetta má lesa úr ársreikningi framtakssjóðsins Umbreytingar. 18.5.2022 10:18
Ölgerðin spornar gegn verðhækkunum í von um að þær gangi til baka Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, hefur tekið á sig hluta af verðhækkunum aðfanga, sem hafa í mörgum tilfellum numið tugum prósenta, í von um að þær gangi til baka. Fyrirtækið býst við frekari hækkunum frá ýmsum birgjum og ef aðfangaverð heldur áfram að hækka gæti það þurft að endurmeta verðlagningu enn frekar. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu Ölgerðarinnar sem var birt í dag. 17.5.2022 20:23
Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17.5.2022 16:07
Kröftugur viðsnúningur í rekstri Joe & the Juice á Íslandi Tekjur Joe Ísland ehf., sem rekur 10 veitingastaði undir vörumerkinu Joe & the Juice, námu 820 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 50 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi veitingakeðjunnar. 17.5.2022 14:37