Nýjasta ríkisfyrirtækið skilaði ríflegum hagnaði í fyrra Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja sem komst nýlega í eigu íslenska ríkisins, skilaði 138 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 16.5.2022 13:04
VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16.5.2022 11:16
Seinna útboð ÍSB heppnaðist betur en hið fyrra, segir bankasýslustjóri Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, telur að sala ríkissjóðs á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í mars, hafi heppnast betur en frumútboð bankans í fyrra. 13.5.2022 13:49
Frumtak setur 360 milljónir króna í 50skills Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills, sem sérhæfir sig á sviði ráðninga og virkjunar nýrra starfsmanna, hefur tryggt sér 360 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki III, sjö milljarða króna vísisjóði í stýringu Frumtaks. Fjármagnið verður nýtt til áframhaldandi þróunar á lausnum fyrirtækisins og til að byggja upp sölu- og markaðsstarf á Norðurlöndunum og í Bretlandi. 13.5.2022 07:01
Akta seldi fyrir minnst milljarð í ÍSB, Gildi keypti fyrir nærri tvo Akta sjóðir hafa selt hlutabréf í Íslandsbanka fyrir minnst milljarð króna á síðustu dögum og á sama tíma hefur Gildi lífeyrissjóður bætt verulega við hlut sinn í bankanum. 12.5.2022 13:00
Good Good landar 2,6 milljörðum til að efla sóknina vestanhafs Matvælafyrirtækið Good Good hefur lokið 20 milljóna dollara hlutafjáraukningu, jafnvirði um 2,6 milljarða króna. Hlutafjáraukningunni er sérstaklega ætlað að styðja við öran vöxt fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði. 12.5.2022 07:00
AGS segir að efla þurfi eftirlit með lífeyrissjóðum Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að styrkja þurfi heimildir Seðlabanka Íslands til að hafa eftirlit með stjórnarháttum og áhættustýringu íslenskra lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sendinefndarinnar sem hefur verið hér landi undanfarna daga til að leggja mat á stöðu efnahagsmála. 11.5.2022 10:53
Margfalt minni sveitarfélög skiluðu mun meiri fjármunum en borgin í fyrra Einungis tvö af tíu stærstu sveitarfélögum landsins skiluðu minna veltufé frá rekstri í fyrra en Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin sé langstærsta sveitarfélagið. 11.5.2022 08:25
BlueBay keypti ríkisbréf fyrir 20 milljarða og sér Ísland verða „Sviss norðursins“ BlueBay Asset Management, eitt stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfélag Evrópu, telur að Ísland geti í framtíðinni orðið þekkt sem „Sviss norðursins“. Þetta kemur fram í fréttabréfi sem Mark Dowding, yfirfjárfestingastjóri BlueBay, sendi á viðskiptavini félagsins í síðustu viku og Innherji hefur undir höndum. 10.5.2022 06:01
Bílanaust ekki skilað hagnaði sem sjálfstæð keðja í sautján ár Áætlanir Motormax, sem rekur sex varahlutaverslanir undir vörumerkinu Bílanaust, gera ráð fyrir að félagið verði rekið með hagnaði á þessu ári. Gangi áætlanirnar eftir verður þetta í fyrsta sinn síðan 2004 sem varahlutakeðjan skilar hagnaði ef undanskilinn er sá tími sem hún var hluti af rekstri N1. 9.5.2022 15:19