Samtök iðnaðarins taka vel í tillögu um frystingu fasteignaskatta Samtök iðnaðarins fagna hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um að frysta fasteignaskatta enda hafi ör hækkun fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði verið langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins. 9.5.2022 09:26
Þingnefndir fengu ýtarlega kynningu á áformum Bankasýslunnar Bankasýsla ríkisins gerði bæði efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd Alþingis grein fyrir því hvernig tilboðsfyrirkomulagið, sem var notað við síðustu sölu ríkissjóðs á hlutafé í Íslandsbanka, virkaði og hvaða markmiðum væri hægt að ná með þessu fyrirkomulagi í samanburði við almennt útboð. 6.5.2022 14:45
Arion útilokar ekki yfirtökur á norðurslóðum Stjórnendur Arion banka útiloka ekki að ráðast í yfirtökur til þess að auka umsvif bankans á norðurslóðum en þeir eru þó ánægðir með árangurinn sem bankinn hefur náð upp á eigin spýtur. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Arion banka í gærmorgun. 6.5.2022 12:01
VAXA Technologies verðmetið á 15 milljarða króna VAXA Technologies, sem ræktar smáþörunga til manneldis í jarðhitagarði ON á Hellisheiði, var verðmetið á 15 milljarða króna í hlutafjáraukningu sem fór fram í lok síðasta árs. 5.5.2022 20:17
Arion áformar stórfellda uppbyggingu á Blikastöðum Arion banki skrifar í dag undir samkomulag við Mosfellsbæ um uppbyggingu á Blikastaðalandi sem miðar við að þar rísi allt að 3.700 íbúðir. Þetta kom fram í uppgjörskynningu bankans í morgun. 5.5.2022 12:09
Sidekick verðmetið á yfir 40 milljarða í fjármögnun leiddri af Novator Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur tryggt sér 55 milljón Bandaríkjadala fjármögnun, sem samsvarar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna, til þess að styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt, sérstaklega í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Innherja var fyrirtækið verðmetið á 300 til 350 milljónir dala í viðskiptunum, eða hátt í 45 milljarða króna. 5.5.2022 06:02
Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4.5.2022 16:19
Vonsvikinn með áhrif hertra skilyrða á fasteignaverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vonbrigði að hert lánþegaskilyrði hafi ekki enn haft tilætluð áhrif á fasteignamarkaðinn. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar bankans í morgun. 4.5.2022 12:26
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4.5.2022 09:21
CCP í fjárfestingafasa: „Við þurfum að taka áhættu og læra af því“ Tölvuleikjafélagið CCP, sem fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli, er í miklum fjárfestingafasa að sögn forstjórans Hilmars Veigars Péturssonar. Hann segir að tölvuleikjaiðnaðurinn geti orðið ein af efnahagstoðum landsins ef vel er haldið á spöðunum og að Íslendingar geti lært mikið af Suður-Kóreubúum þegar kemur að innviðafjárfestingu. 3.5.2022 07:00