Umsóknum í HA fjölgaði um tuttugu prósent á tveimur árum Umsóknum í Háskólann á Akureyri fjölgaði um tuttugu prósent frá árinu 2022 og sjö prósent frá síðasta ári. Þá var mikil fjölgun umsókna um nám við kennaradeild skólans. 7.6.2024 11:54
Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7.6.2024 11:16
Hafró ráðleggur eins prósents hækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun kynnti úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár í morgun. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna var lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. 7.6.2024 10:27
Tungumálastuðningur lykillinn að bættri stöðu drengja í skólakerfinu Fjölbreyttari áskoranir, stuðningur sem mætir kröfum drengja, skýr tilgangur og tungumálastuðningur eru lykilatriði að bættri stöðu drengja í skólakerfinu samkvæmt skýrslu á vegum tveggja ráðuneyta sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. 6.6.2024 16:30
Fleiri karlar en konur sóttu um nám í HR Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í Háskólanum í Reykjavík en fyrir haustönn þessa árs. Heildarfjöldi umsókna, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4400 en var um 4200 síðasta vor. Um 53 prósent umsækenda voru karlar. 6.6.2024 15:56
Írskur matsölustaður hafði betur í vörumerkjadeilum við McDonalds Írska skyndibitakeðjan Supermac hafði betur gegn skyndibitarisanum McDonalds í dómsmáli sem sneri að notkun vörkumerkisins Big Mac. Samkvæmt dóminum má McDonalds ekki nota vörumerkið í tengslum við kjúklingaborgara lengur. 6.6.2024 14:46
„Að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt“ Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. 6.6.2024 13:02
Bein útsending: Fjórða flugferð Starship Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Fyrstu tvær tilraunirnar með þetta risastóra geimfar og eldflaug enduðu með stórum sprengingum. Í þriðju tilraun heppnaðist geimskotið vel, geimfarið Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Áhugevert verður að sjá hvernig fer um geimferð þessa. 6.6.2024 12:02
Keypti gallaðan kveikjara og fær 50 þúsund krónur Sölumaður sem seldi konu kveikjara á fimmtíu þúsund krónur ber að endurgreiða henni upphæð kveikjarans á þeim grundvelli að kveikjarinn reyndist gallaður eftir að hann hafði verið seldur. 5.6.2024 16:41
Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. 5.6.2024 15:20