Fjárhagslegt högg fyrir björgunarfélagið að missa flugeldasýninguna Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður ekki haldin í ár. Sýningin í fyrra var líklega sú síðasta sem haldin hefur verið við lónið. Um er að ræða fjárhagslegt högg fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar, sem séð hefur um sýninguna. 5.6.2024 14:32
Segir rógburð að sendlar Wolt séu á „skammarlega lágum launum“ Upplýsingafulltrúi Wolt segir ekki rétt að fyrirtækið borgi starfsmönnum sínum skammarlega lág laun, eins og Vísir hafði eftir sviðsstjóra og sérfræðingi ASÍ í gær. Hann segir fyrirtækið hafa reynt að miðla málum við Alþýðusambandið án árangurs. 5.6.2024 14:04
Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5.6.2024 11:59
Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5.6.2024 10:34
Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. 4.6.2024 16:26
Sendlar Wolt á „skammarlega lélegum launum“ Sviðstjóri og sérfræðingur hjá lögfræði- og vinnumarkaðsviði ASÍ segja sendlarisann Wolt slá met í ábyrgðar- og skeytingarleysi í máli tuttugu einstaklinga sem kærðir hafa verið fyrir að starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuréttinda. Þau segja Wolt nýta sér einstaklinga í berskjaldaðri stöðu og skora á neytendur að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér grunsamlega ódýra þjónustu. 4.6.2024 14:14
Umdeilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“ Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. 4.6.2024 11:53
Stefán Andrew tekur við formennsku af Sigurði Erni Ný stjórn Lögmannafélags Íslands var kjörin í liðinni viku. Stefán Andrew Svensson lögmaður á Juris var kjörinn formaður félagsins og tekur við af Sigurði Erni Hilmarssyni. 4.6.2024 10:13
Virðist hafa dregið verulega úr krafti gossins Verulega virðist hafa dregið úr krafti eldgossins við Sundhnúk um klukkan tvö í nótt, að mati Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands. 4.6.2024 09:57
Notkun Íslendinga á ADHD-lyfjum þrefaldaðist á tíu árum Rúmlega 22 þúsund Íslendingar voru á ADHD lyfjum samkvæmt lyfjaskrá árið 2023. Þá fengu tæplega 27 þúsund manns uppáskrifuð svefnlyf sama ár. Aukning á notkun ADHD-lyfja jókst um 314 prósent hér á landi árin 2013 til 2023 í samanburði við 326 prósent á Norðurlöndunum öllum. „“ 2.6.2024 21:31