Viðskipti erlent

Bein út­sending: Fjórða flug­ferð Starship

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
image
SpaceX

Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Fyrstu tvær tilraunirnar með þetta risastóra geimfar og eldflaug enduðu með stórum sprengingum. Í þriðju tilraun heppnaðist geimskotið vel, geimfarið Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Áhugevert verður að sjá hvernig fer um geimferð þessa. 

Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar.

Áætlað flugtak er klukkan 13:50, eða 7:50 á staðartíma. Beina útsendingu má sjá hér að neðan. 

Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni.

Meira er hægt að lesa um Starship-kerfið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×