Mikil uppbygging framundan í Fjarðabyggð Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins. 24.2.2024 14:01
Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. 22.2.2024 20:31
Staðan grafalvarleg og stendur frekari uppbyggingu fyrir þrifum Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur að staða fráveitumála í Hveragerði sé grafalvarleg og með öllu óviðunandi. Að öllu óbreyttu sé ljóst að frekari uppbygging í sveitarfélaginu geti ekki átt sér stað. 22.2.2024 11:15
Íslenskur prjónahittingur á Tenerife í hverri viku Þær eru kátar og hressar íslensku konurnar, sem hittast reglulega og prjóna saman á Tenerife. Aðallega er verið að prjóna á barnabörnin heima á Íslandi, þó þær séu með ýmislegt annað á prjónunum á vikulegum prjónahitting hópsins. 18.2.2024 20:31
Miklar framkvæmdir í Hveragerði og allt að gerast Það er engin lognmolla í Hveragerði um þessar mundir því þar eru miklar framkvæmdir í gangi og mikið byggt. Til að mynda á að fara að byggja nýjan leikskóla og þá er verið að stækka grunnskólann og íþróttahúsið svo eitthvað sé nefnt. 18.2.2024 13:31
Nemendur byggja og byggja á Sauðárkróki Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú. 17.2.2024 21:30
Menntaverðlaun Suðurlands fóru í Vík í Mýrdal Mikil ánægja er á meðal íbúa í Mýrdalshreppi þessa dagana því grunnskólinn í Vík, Víkurskóli og Katla jarðvangur voru að fá Menntaverðlaun Suðurlands fyrir samstarfsverkefni í strandlínurannsóknum í Víkurfjöru. 17.2.2024 12:31
Eiga á fjórða hundrað bíla í Hveragerði Eitt glæsilegast bílasafn landsins er í eigu hjóna í Hveragerði, sem eiga nú tæplega fjögur hundruð bíla, sem eru stofustáss heimilisins. Allir bílarnir eru merktir með heiti þeirra og öðrum gagnlegum upplýsingum. 5.2.2024 20:30
Úlfur, úlfur slær í gegn hjá 10. bekk á Akranesi Nemendur í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hafa lítið þurft að kíkja í skólabækurnar sínar síðustu vikur því öll einbeiting þeirra og kraftur hefur farið í að æfa söngleikinn “Úlfur, úlfur”, sem þau sýna nú fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld. 4.2.2024 20:31
Lilja Dögg ráðherra er ánægð með að Bláa lónið sé opið Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er mjög sátt við að Bláa lónið sé opið þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesi. Hún segir fyrirtækið afar mikilvægt þegar ferðaþjónustan er annars vegar en þar starfa tæplega níu hundruð manns. 4.2.2024 13:30