Íslenskur prjónahittingur á Tenerife í hverri viku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2024 20:31 Hópurinn, sem hittist alltaf á miðvikudögum klukkan 14:00 á veitingastað á Tenerife til að prjóna saman, allt hressar og skemmtilegar konur, sem segja fátt betra en á vera á Tenerife á þessum tíma árs með prjónana sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru kátar og hressar íslensku konurnar, sem hittast reglulega og prjóna saman á Tenerife. Aðallega er verið að prjóna á barnabörnin heima á Íslandi, þó þær séu með ýmislegt annað á prjónunum á vikulegum prjónahitting hópsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að búa alveg á eyjunni, eða vera þar yfir veturinn á meðan svartasta skammdegið gengur yfir á Íslandi. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma. „Mér finnst þetta bara alveg nauðsynlegt og þetta er barnið mitt og ég er svo ánægð með það, sem ég er búin að gera og vil bara að þetta verði áfram þótt ég sé að fara heim á Selfoss, en ég ætla að koma aftur í haust og þá verður þetta bara enn þá stærri hópur heldur en er núna,” segir Ingibjörg alsæl. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma og segist vera mjög stolt af því enda framtakið hennar frábært.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta frábært framtak, alveg dásamlegt og virkilega gaman að koma og hittast líka og spjalla við fólkið,” segir Pálína Erna Ásgeirsdóttir. Pálína Erna Ásgeirsdóttir er mjög ánægð með framtakið í kringum prjónahittinginn enda reynir hún alltaf að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það gengur ekki mikið hjá mér prjónaskapurinn, ég skal viðurkenna það, en ég er búin með hælinn þannig að þetta verður allavega einn sokkur,” segir Anna Grímsdóttir skellihlæjandi. Anna Grímsdóttir segir að prjónaskapurinn gangi ekki alltaf vel hjá sér en hún lætur sig þó hafa það og mætir í þennan flotta félagsskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru engir karlar að prjóna með ykkur? „Ekki enn þá en það hlýtur að koma að því, ég trúi ekki öðru. Þeir eru allavega alltaf að koma nær og nær okkur hérna,” segir Björk Ingþórsdóttir. Björk Ingþórsdóttir segir að það styttist og styttist í að karlarnir komi og prjóni með konunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gengur og gerist eru konurnar mis fljótar að prjóna en það er þó ein í hópnum, sem er eins og raketta þegar kemur að prjónunum enda bunkar af fötum fyrir framan hana sem hún hefur prjónað síðustu vikur. Sjáið til dæmis þessa fallegu peysu á langömmubarn, sem á að koma í heiminn eftir nokkrar vikur. „Ég veit ekki af hverju ég er svona fljót að prjóna, þetta hlýtur bara að vera eitthvað í genunum,“ segir Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari. Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari með fallega peysu, sem hún var að prjóna á barnabarn sitt, sem kemur í heiminn eftir nokkrar vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Prjónaskapur Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Konurnar eiga það sameiginlegt að búa alveg á eyjunni, eða vera þar yfir veturinn á meðan svartasta skammdegið gengur yfir á Íslandi. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma. „Mér finnst þetta bara alveg nauðsynlegt og þetta er barnið mitt og ég er svo ánægð með það, sem ég er búin að gera og vil bara að þetta verði áfram þótt ég sé að fara heim á Selfoss, en ég ætla að koma aftur í haust og þá verður þetta bara enn þá stærri hópur heldur en er núna,” segir Ingibjörg alsæl. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma og segist vera mjög stolt af því enda framtakið hennar frábært.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta frábært framtak, alveg dásamlegt og virkilega gaman að koma og hittast líka og spjalla við fólkið,” segir Pálína Erna Ásgeirsdóttir. Pálína Erna Ásgeirsdóttir er mjög ánægð með framtakið í kringum prjónahittinginn enda reynir hún alltaf að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það gengur ekki mikið hjá mér prjónaskapurinn, ég skal viðurkenna það, en ég er búin með hælinn þannig að þetta verður allavega einn sokkur,” segir Anna Grímsdóttir skellihlæjandi. Anna Grímsdóttir segir að prjónaskapurinn gangi ekki alltaf vel hjá sér en hún lætur sig þó hafa það og mætir í þennan flotta félagsskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru engir karlar að prjóna með ykkur? „Ekki enn þá en það hlýtur að koma að því, ég trúi ekki öðru. Þeir eru allavega alltaf að koma nær og nær okkur hérna,” segir Björk Ingþórsdóttir. Björk Ingþórsdóttir segir að það styttist og styttist í að karlarnir komi og prjóni með konunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gengur og gerist eru konurnar mis fljótar að prjóna en það er þó ein í hópnum, sem er eins og raketta þegar kemur að prjónunum enda bunkar af fötum fyrir framan hana sem hún hefur prjónað síðustu vikur. Sjáið til dæmis þessa fallegu peysu á langömmubarn, sem á að koma í heiminn eftir nokkrar vikur. „Ég veit ekki af hverju ég er svona fljót að prjóna, þetta hlýtur bara að vera eitthvað í genunum,“ segir Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari. Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari með fallega peysu, sem hún var að prjóna á barnabarn sitt, sem kemur í heiminn eftir nokkrar vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Prjónaskapur Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira